fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Logi um húsnæðismálahugmyndir Ásmundar: „Vona svo sannarlega að hann sé ekki á leiðinni í Disneyland“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 09:17

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin lagði fram aðgerðaráætlun í húsnæðismálum í fyrradag og notaði formaður flokksins, Logi Einarsson, tækifærið til þess að skjóta á Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra þegar kemur að málaflokknum, í ræðu sinni um störf þingsins í gær:

„Fyrir kosningar talaði hæstv. velferðarráðherra um svissnesku leiðina. Síðan var honum boðið til Finnlands og þá fór hann að tala um finnsku leiðina. Ég vona svo sannarlega að hann sé ekki á leiðinni í Disneyland. Hann verður að koma hingað og ræða málin. Raunin er sú að Samfylkingin er sá flokkur sem hefur haft frumkvæði að næstum allri vinnu þegar kemur að húsnæðismálum á þessu þingi. Síðast í gær mælti Samfylkingin fyrir aðgerðaáætlun í húsnæðismálum í átta liðum sem snýr einmitt að lausnum sem almenningur og verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir. Enginn ráðherra sá reyndar ástæðu til að sitja undir þeirri umræðu.“

sagði Logi.

5000 íbúðir og startlán

Samfylkingin lagði fram aðgerðaráætlun í átta liðum þar sem meðal annars farið er fram á byggingu 5000 íbúða á næstu árum, og mælt með startlánum að norskri fyrirmynd til aðstoðar ungu fólki við fyrstu kaup.

Sjá hér að neðan:

*   Startlán að norskri fyrirmynd sem koma ungu fólki og viðkvæmum hópum til aðstoðar við fyrstu kaup. Startlánin eru einnig veitt til endurfjármögnunar til að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna í vanda.

*   Stjórnvöld komi að uppbyggingu í það minnsta 5.000 leiguíbúða á næstu árum til að koma fótunum undir leigumarkað sem er rekinn án hagnaðarsjónarmiða.

*   Skyldur verði settar á sveitarfélög þegar kemur að félagslegu húsnæði með það að markmiði að jafna byrðar sveitarfélaga.

*   Húsnæðis- og vaxtabætur verði hækkaðar í samræmi við launaþróun og skerðingar minnkaðar

*   Íslenska byggingarreglugerðin verði einfölduð og samræmd við reglugerðir annars staðar á Norðurlöndum.

*   Tekjur einstaklinga vegna útleigu einnar íbúðar verði undanþegnar fjármagnstekjuskatti.

*   Húsaleigulögum verði breytt til að tryggja húsnæðisöryggi og réttindi leigjenda.

*   Lögum um húsnæðisbætur verði breytt með það að markmiði að ungt fólk og öryrkjar sem deila húsnæði öðlist rétt á húsnæðisbótum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“