fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Fjöld jólabóka sem gerast á hinum mögnuðu Ströndum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strandir hafa verið mikið í fréttum undanfarin misseri vegna deilna um virkjanamál og ósættis milli íbúa. En nú svo við að Strandir – þetta merka og dularfulla hérað – eru í aðalhlutverki í útgáfu jólabókaflóðsins.

Mér telst svo til að fjórar bækur sem eru að koma út gerist á Ströndum.

Bergsveinn Birgisson ritar bókina Lifandi lífslækur. Hún fjallar um danskan upplýsingamann sem fer í könnunarleiðangur norður á Strandir á tíma móðuharðindanna. Þar mætir honum ýmslegt sem ruglar hann í ríminu og skekur heimsmynd hans.

Tapio Koivukari telst eiginlega vera íslenskur höfundur, altalandi á íslensku og velur sér gjarnan íslensk söguefni þótt hann skrifi á finnsku. Sigurður Karlsson þýðir bækur hans af mikilli kunnáttu. Tapio sendir frá sér bókina Galdra-Möngu. Hún fjallar um galdrafár á Ströndum á 17. öld, karla sem eru brenndir vegna ásakana um galdur og unga konu sem reynir að forða sér undan brjálæðinu.

Emil Hjörvar Petersen er gríðarlega ötull höfundur á sviði fantasíubóka. Bók hans Nornasveimur gerist í nútímanum, meðal annars í Trékyllisvík á Ströndum, en í sagnaheimi Emils tengist hún líka galdrabrennum og öflum úr öðrum heimum.

Svo er að nefna rit sem nefnist Kambsmálið, engu gleymt, ekkert fyrirgefið eftir Jón Hjartarson. Það fjallar um frægt mál frá 1953 þegar átti að leysa upp heimilið að Kambi í Árneshreppi og bjóða það upp, en þá var faðirinn nýlátinn, móðirin á berklahæli en börnin átta heima fyrir á aldrinum 7 til 18 ára.

Loks má geta bókarinnar Á mörkum mennskunnar, en þar segir frá flökkufólki, rekur sagnir af því og skýrir stöðu þess í íslenska sveitasamfélaginu. Bókin tengist Ströndum þó ekki að öðru leyti en því að höfundurinn, Jón Jónsson þjóðfræðingur, er Strandamaður og búsettur á Hólmavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki