fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Plottið gengur upp á sinn hátt – Ólafur og Karl Gauti komnir hálfa leið í Miðflokkinn

Egill Helgason
Föstudaginn 30. nóvember 2018 20:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drykkjufundurinn á Klausturbarnum var haldinn til að reyna að fá Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason til að ganga í Miðflokkinn. Ingu Sæland var úthúðað á fundinum og henni valin alls kyns ónefni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallaði hana „snargalna kellingu“, samkvæmt frásögn Kvennablaðsins.

Reyndar virðist þetta mjög hafa verið stíllinn, því Karl Gauti kallaði Eygló Harðardóttur, fyrrverandi ráðherra, „galna kerlingarklessu“.

En gæti verið að þetta plott heppnist á endanum?

Ólafur og Karl Gauti hafa nú verið reknir úr Flokki fólksins, formaður þingflokksins og varaformaður hans. Þeir verða væntanlega um hríð sjálfstæðir þingmenn, utan flokka. Þingmenn sem eru í slíkri stöðu standa afar veikt, þeirra bíður eiginlega ekkert annað en algjört áhrifaleysi og að detta síðan út. Verða „lame ducks“ eins og það heitir á ensku.

Það gefur á sinn hátt auga leið að þeir gangi í Miðflokkinn – en þó verður að segja að yfir því væri lágkúrulegur bragur. Að sameinast í flokk vegna dónatals – það er ekki reisn yfir því.

En ef þeir ganga í Miðflokkinn þá vex þingmannatala hans upp í níu. Það breytir aðeins valdahlutföllunum í þinginu. Þetta myndi þýða til dæmis að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur hefðu 33 þingmenn og gætu myndað þriggja flokka ríkisstjórn.

Einhver persónuleg mál gætu staðið í vegi fyrir því, afstaða Sigurðar Inga til Sigmundar Davíðs, móðganir af Klausturbarnum í garð Lilju Alfreðs, reynsla Bjarna Benediktssonar af Sigmundi – en staðreyndin er samt sú að ef Vinstri græn færu að heykjast á því að vera í ríkisstjórn, þá er þetta möguleiki.

Þetta er auðvitað ekki líkleg niðurstaða, en möguleikinn er fyrir hendi ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir myndi springa á limminu.

Líkt og áður segir, samsætið á Klausturbarnum er ekki sérlega glæsilegur grundvöllur undir þetta. En tæplega útilokar það Miðflokkinn frá ríkisstjórnarsamstarfi um aldur og ævi.

Um leið minnka möguleikarir á ríkisstjórnarmyndun til vinstri. Til að mynda myndu Vinstri græn, Samfylkingi, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins ekki getað myndað ríkisstjórn eftir þetta, þingstyrkurinn er ekki lengur nægur.

Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason eru komir í frí. Sigmundur hreyfir sig ekki. Hann segist hafa verið á mörgum fundum þar sem fólk talar svona. Maður á varla von á öðru en að Gunnar Bragi og Bergþór mæti aftur til leiks eftir áramót – kalla inn varamenn á meðan fennir yfir málið nú yfir háveturinn. Það er boðað til mótmæla við þinghúsið á morgun, á sjálfan fullveldisdaginn – því skal spáð hér að þau hafi ekki mikil áhrif. En það er opið hús í þinginu vegna hátíðarinnar svo þetta gæti orðið pínu vandræðalegt.

Og svo er verið að setja málið í ferli í einhverjum nefndum Alþingis. Björn Bjarnason skrifar á bloggsíðu sína – og hefur kannski nokkuð til síns máls:

Þetta eru kerfisleg viðbrögð. Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, almennings, bregðist þeir trausti þeirra eiga þeir að víkja. Með því að vísa þessu hneyksli til nefnda er því drepið á dreif.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“