fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Katrín telur ekki þörf á að skerpa á siðareglum: „Siðareglur eru auðvitað ekki lög“ – Þingmenn þurfa að líta í eigin barm

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 17:00

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, telur eðlilegt að sexmenningarnir sem viðriðnir eru í Klausturupptökurnar íhugi stöðu sína í kjölfar frétta sem borist hafa af hinu örlagaríka kvöldi. Í samtali við DV vildi hún ekki gerast dómari í málinu, aðspurð hvort hún taldi að einhverjir ættu að segja af sér þingmennsku:

„Mér finnst auðvitað eðlilegt að þeir íhugi sína stöðu. Ég ætla ekki að gerast einhver dómari í því en mér finnst eðlilegt að þeir auðvitað horfi í eigin barm og íhugi sína eigin stöðu. Forsætisnefnd Alþingis ætlar að taka þetta mál til umfjöllunar eftir helgi og við höfum auðvitað það ferli í okkar þingsköpum það er hægt að kalla til siðanefnd Alþings, sem hefur að mínu viti aldrei verið kölluð til, en er skipuð. Það er auðvitað forsætisnefndar að ákveða hvort hún geri það á mánudaginn.“

Hefur Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, eitthvað sagt um það hvort það verði gert eða ekki?

„Nei, hann hefur ekki gefið það út, en þetta er auðvitað eitthvað sem hefur verið til umræðu.“

Afhjúpar fordóma

Katrínu finnst ummælin sem viðhöfð voru á upptökunum dapurleg:

„Þau auðvitað afhjúpa bæði fordóma gagnvart ólíkum hópum ekki síst líka sérstök viðhorf í garð kvenna sem við höfum talið að ættu að heyra sögunni til og það er umhugsunarefni ári eftir MeToo byltinguna að þá sé talað með þessum hætti um konur. Það er dapurlegt og auðvitað hefur þetta áhrif, auðvitað hefur þetta áhrif á okkur sem vinnustað. Við erum kjörnir fulltrúar, ölvuð eða óölvuð, á opinberum vettvangi, þegar við erum í almenna rýminu þá hljótum við huga að því hvernig við högum okkar gjörðum.“

Þarf ekki að skerpa á siðareglum

Aðspurð um hvort hún telji að skerpa þurfi á siðareglum þingmanna, segir Katrín að hún vilji gefa kerfinu færi á að takast á við málið fyrst.

„Nú auðvitað kemur það bara í ljós hver viðbrögð þingsins verða og hvort fólk telur þau fullnægjandi. Þannig ég held að áður en við förum kannski að tjá okkur um að eigi að skerpa á einhverju þá skulum við gefa þinginu tækifæri til þess að nýta þá ferla sem eru til staðar.“

Engin viðurlög eru við brotum á siðareglum þingmanna. Aðspurð hvort það skjóti ekki skökku við, sagðist Katrín ekki vera þeirrar skoðunar:

Það er bara almennt ekki þannig. Ég trúi því og er sammála þeim siðfræðingum sem hafa um þessi mál fjallað, að siðareglur eigi einmitt að snúast um það að við eigum að geta bætt okkur og til þess setjum við okkur þær. Siðareglur eru auðvitað ekki lög. Þær eru reglur sem við setum okkur sjálf, en auðvitað kallar þetta á umræður í okkar hópi. Við setjum siðareglur til þess að leiðbeina okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2