fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Eyjan

Þingveisla í kvöld: Hvernig verður stemmingin á Bessastöðum?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 09:52

Það er titringur á Alþingi nú þegar fréttist hvernig þingmenn – að minnsta kosti sumir – tala hverjir um aðra. Máski hefur eitthvað svona alltaf tíðkast, en við lifum á tíma snjallsíma og samskiptamiðla – þessi tækni heftir ansi mikið frelsi fólks til að delera.

Og það verður að segjast eins og er að orðfærið í samdrykkjunni á Klausturbarnum var einstaklega óvandað. Og þau voru í raun í kallfæri frá Alþingishúsinu, þaðan og á umræddan bar eru ekki nema fáir metrar.

Í kvöld er þingveisla. Alþingismönnum er boðið í mat og drykk á Bessastaði til forsetans. Hefð er fyrir því að þessi veisla sé 1. desember, en nú er henni flýtt út af hátíðarhöldunum vegna fullveldisafmælisins.

Hvernig ætli stemmingin verði í veislunni í kvöld? Það tíðkast í þessum boðum að gestir geri vel við sig í mat og drykk – drekki jafnvel ótæpilega.  Svo er venja að kveða vísur í þingveislum – hvernig ætli að gangi að finna rímorð við klúrheitin sem hljómuðu á Klausturbarnum? Verða einhverjir með hauspoka?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Brynjar um sendiherradraum Gunnars Braga: „Hann er búinn að sækjast eftir þessu mjög lengi“

Brynjar um sendiherradraum Gunnars Braga: „Hann er búinn að sækjast eftir þessu mjög lengi“
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Össur argur út í stjórnvöld: „Þetta er náttúrulega skandall!“

Össur argur út í stjórnvöld: „Þetta er náttúrulega skandall!“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum
Frestur liðinn
Eyjan
Í gær

Gríðarlegar framkvæmdir ráðgerðar við nýjar stjórnarráðsbyggingar – úrslit hönnunarsamkeppni

Gríðarlegar framkvæmdir ráðgerðar við nýjar stjórnarráðsbyggingar – úrslit hönnunarsamkeppni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ögmundur efast um að leyniupptakan hafi átt erindi í fjölmiðla – „Engum hefur þetta gert gott“

Ögmundur efast um að leyniupptakan hafi átt erindi í fjölmiðla – „Engum hefur þetta gert gott“