fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Alþingi segir ekkert tilefni til að rannsaka Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur til þingmanna

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 26. nóvember 2018 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisnefnd Alþingis hefur svarað erindi Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem krafðist þess að Alþingi rannsakaði allan aksturskostnað þingmanna og þá sérstaklega Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Samkvæmt bréfinu sem birt er á vef Alþingis, segir að engin skilyrði séu fyrir slíkri rannsókn á grundvelli siðareglna og því sé kröfu um almenna rannsókn hafnað. Engar upplýsingar eða gögn sýni fram á grun um refsiverða háttsemi sem beri að kæra:

„Þau atvik sem sem rakin eru í erindi þínu varða eins og áður segir ummæli sem höfð höfðu verið eftir Ásmundi í fjölmiðlum. Gefa þau ein og sér ekki nægilegt tilefni til almennrar athugunar á endurgreiðslu aksturskostnaðar til þingmannsins á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn. Er þá jafnframt litið til þeirrar athugunar sem fram hefur farið af hálfu skrifstofunnar á endurgreiddum aksturskostnaði þingmannsins frá 1. janúar 2017 og til þess tíma er reglur um notkun bílaleigubifreiða voru innleiddar að fullu í febrúar á þessu ári, sbr. minnisblað skrifstofunnar 23. nóvember síðastliðinn.“

Og einnig:

„…er það niðurstaða forsætisnefndar, að ekki standi skilyrði til til þess að verða við beiðni þinni um almenna rannsókn á endurgreiddum aksturskostnaði Ásmundar ásamt skýringum hans leiði til þess að ekkert hafi komið fram sem gefi til kynna að hátterni hans hafi verið andstætt siðareglum fyrir alþingismenn.“

Játning Ásmundar í sjónvarpsviðtali

Björn Leví skrifaði um málið í Morgunblaðið á fimmtudag, þar sem hann rakti sönnunargögnin í málinu:

„Í kjöl­far upp­lýs­inga um akst­urs­kostnað þing­manna verðum við því að spyrja okk­ur nokk­urra mjög al­var­legra spurn­inga. Er eðli­legt að Alþingi borgi fyr­ir kostnað þing­manna vegna kosn­inga­bar­áttu? Ég tel að svarið við þeirri spurn­ingu sé þvert nei, og ástæðurn­ar fyr­ir því eru fjöl­marg­ar. Til dæm­is er aðstöðumun­ur á milli þing­manna og annarra fram­bjóðenda, þar sem þing­menn geta ákveðið að greiða sjálf­um sér slík­ar greiðslur. Aðrir fram­bjóðend­ur þurfa að greiða fram­boðskostnað úr eig­in vasa. Eng­inn vafi er á því að þing­menn hafa fengið ferðakostnað vegna kosn­inga­bar­áttu end­ur­greidd­an. Til eru sönn­un­ar­gögn um það, til dæm­is mynd­ir af ráðherra­bíl­um á kosn­inga­fundi og játn­ing í sjón­varps­viðtali.“

 

Sjá einnigBjörn Leví sakar Ásmund um fjársvik:„Enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt … fyrr en núna“

Sjá einnigBjörn Leví um óréttmætar endurgreiðslur til þingmanna:„Eitt­hvað virðist hafa brugðist með heiðarleik­ann“

Sjá einnigBjörn Leví hneykslaður:„Mætir þú í jarðarfarir og lætur þingið borga fyrir það? Finnst þér það í lagi?“

Sjá einnigÁsmundur sendir Pírötum pillu og útskýrir aksturinn:„Ég hef aldrei fengið athugasemdir“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun