fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Þorgerður Katrín segir VG vera gólfmottu Sjálfstæðisflokksins – Hildur: „Lítilsvirðing við Katrínu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 12:07

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, núverandi formaður Viðreisnar og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra flokksins í ríkisstjórn um árabil, segir að samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn endi sem gólfmottur flokksins. Þorgerður Katrín sat sem sjávarútvegs- og atvinnuvegaráðherra fyrir hönd Viðreisnar í síðustu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð.

Þetta kom fram í þættinum Silfrinu á RÚV í dag þar sem tekist var hart á um stjórnmálin. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þessi ummæli væru lítilsvirðandi gagnvart konum og ekki síst gagnvart Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, og fjarri raunveruleikanum.

Aðrir þátttakendur í umræðunum voru Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður VG og Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Tekist var hart en málefnalega á í þættinum.

Lilja Rafney

Þorgerður Katrín gagnrýndi það sem hún kallaði „stefnulausa eyðslu“ í fjárlögum næsta árs á meðan Ólína Þorvarðardóttir gagnrýndi minni hækkun á framlögum til öryrkja en áætluð var. Lilja Rafney benti á að í tveimur fjárlögum hefði ríkisstjórnin aukið útgjöld samanlagt um 88 milljarða og farið í stóraukna uppbyggingu innviða og heilbrigðiskerfisins.

Bæði Þorgerður Katrín og Ólína Þorvarðardóttir gagnrýndu lækkun veiðigjalda og Ólína benti á að á sama tíma væri útgerðin að greiða út háar fjárhæðir í arð. Lilja Rafney sagði þennan málflutning villandi og benti á að um væri að ræða tekjutengingu veiðigjaldsins og það sveiflaðist því eftir afkomu fyrirtækjanna. Einnig væri gjaldið tengt við rauntekjur þannig að útgerðin væri ekki lengur að greiða skatt af tekjum þrjú ár aftur í tímann. Benti Lilja jafnframt á að meðalstórar og minni útgerðir hefðu verið að sligast undan auðlindagjaldinu í eldra fyrirkomulagi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki