fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Jón Baldvin: Getum hafnað orkupakkanum og haldið áfram að vera í EES

Egill Helgason
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Baldvin Hannibalsson segir í Silfrinu að Íslendingum sé í lófa lagið að hafna því að vera með í orkupakka Evrópusambandsins án þess að það þýði slit samningsins eða hafi einhverjar slíkar afleiðingar. Hann segir að íslenskum ráðamönnum sé í lófa lagið að tilkynna Evrópusambandinu þetta.

Öllum fremur telst Jón Baldvin vera höfundur þessa samnings hvað Ísland varðar og helsti talsmaður hans. Hann segir að EES samningurinn sé „völundarsmíð“ sem henti Íslendingum vel, en hann segir að í núverandi ástandi eigi Ísland ekkert erindi inn í ESB.

Viðbrögð Evrópusambandsins við kreppunni sem hófst 2008 valdi því. Þar hafi Evrópusambandið tekið afstöðu með bönkum í Þýskalandi og Frakklandi gegn hagsmunum almennra borgara. Evran hafi verið dragbítur – gjaldmiðillinn sé illa hannaður og nýtist einkum „Stór-Þýskalandi“. Í Evrópu hafi efnahagsbatinn eftir hrunið verið mjög hægur – það sé eins og nafn hagfræðingsins Keynes hafi gleymst.

Í þættinum var einnig rætt um Brexit. Jón Baldvin telur að ein afleiðing útgöngunnar gæti verið sú að Skotland gæfist upp á sambandinu við Bretland og yrði sjálfstætt ríki sem væri aðili að Evrópusambandinu og jafnvel Norðurlandaráði.

Þáttinn má sjá með því að smella hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka