fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Frammistöðuvandinn og fleira skringilegt úr skýrslunni um Orkuveituna

Egill Helgason
Föstudaginn 23. nóvember 2018 14:17

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn snjalli, Þórarinn Þórarinsson, skrifar um skýrslu Orkuveitunnar og tungutakið í henni. Hann nefnir orðið „frammistöðuvandi“ sem hefur kastast fram og til baka í umræðunni í vikunni án þess að neinn hafi reynt að útskýra hvað það þýðir.

Ég vona að ég teljist ekki skringilega innrættur þegar ég segi að fyrst þegar ég heyrði orðið, það var einhver sem birti það skýringalaust á Facebook, hélt ég að það tengdist kynlífi. Þar er „frammistöðuvandi“ algengur.

Þórarinn fann ekki orðið í orðabókum og það er svosem ljóst að þetta er það sem kallast á íslensku „íðorð“, það er skylt en þó ekki alveg það sama og átt er við með erlenda orðinu „jargon“. Þetta er orðfæri sem fólk í einhverri ákveðinni atvinnugrein eða deild samfélagsins kemur sér upp og notar sín á milli.

Gríðarlegur vöxtur hefur á síðustu árum færst í stétt mannauðsstjóra. Þeir eru komnir út um allt í fyrirtækjum – eru nánast orðnir eins og sjálfstætt lag innan stærri fyrirtækja og stofnana. Og þeir hafa sitt tungutak eins og má á skýrslu Orkuveitunnar sem er öll í anda mannauðsstjórnunar.

Þetta er engin gullaldaríslenska og stundum er hugsunin óskýr og þokukennd, kannski til að breiða yfir það sem er átt við eins og í tilviki „frammistöðuvandans“ eða vegna þess að menn vita kannski ekki alveg hvað þeir eru meina sjálfir eða hvort það yfirleitt gerir eitthvað gagn.

Maður þarf ekki að lesa lengi í skýrslunni til að sjá dæmi um þetta. Það er talað um ferlamiðað fyrirtæki, aðgerðabundnar áætlanir, stefnumiðaða mannauðsstjórnun.

Svo koma heilar setningar eins og þessi:

„Úttektin fól í sér skoðun á stjórnarháttum OR út frá því hvernig stefnumótun eigenda og stjórnar leiðir sig niður í viðeigandi verkferla og verklagsreglur sem eiga við í mannauðsmálum sem eru til skoðunar.“

Og þessi:

„Stjórn OR og dótturfélaga og stjórnendur leiða eigendastefnuna markvisst í gegnum allar skipulagsheildir með heildarstefnu og útfærðum stuðningsstefnum.“

Dæmin eru fleiri, en ég verð að viðurkenna að ég náði ekki að lesa mjög langt. Kannski hefði verið hægt að koma þessu til skila í allmjög styttra og skýrara máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka