fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Björn Leví um óréttmætar endurgreiðslur til þingmanna: „Eitt­hvað virðist hafa brugðist með heiðarleik­ann“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lengi kallað eftir rannsókn á endurgreiðslum Alþingis til þingmanna, ekki síst Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut hæstu endurgreiðslur Alþingis vegna aksturs eigin bifreiðar, alls 4,6 milljónir, líkt og fjallað hefur verið um. Björn Leví hefur sakað Ásmund um fjársvik, fyrir að fá endurgreiðslu fyrir fundi sem teljist ekki til endurgreiðanlegs starfskostnaðar, en Björn Leví hefur skilað inn erindi vegna þessa til Forsætisnefndar.

Sjá nánarBjörn Leví sakar Ásmund um fjársvik:„Enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt … fyrr en núna“

Ekki eðlilegt

Björn Leví ritar um málið í Morgunblaðið í dag og segir engan vafa leika um hvort þingmenn hafi fengið óréttmætar endurgreiðslur:

„Í kjöl­far upp­lýs­inga um akst­urs­kostnað þing­manna verðum við því að spyrja okk­ur nokk­urra mjög al­var­legra spurn­inga. Er eðli­legt að Alþingi borgi fyr­ir kostnað þing­manna vegna kosn­inga­bar­áttu? Ég tel að svarið við þeirri spurn­ingu sé þvert nei, og ástæðurn­ar fyr­ir því eru fjöl­marg­ar. Til dæm­is er aðstöðumun­ur á milli þing­manna og annarra fram­bjóðenda, þar sem þing­menn geta ákveðið að greiða sjálf­um sér slík­ar greiðslur. Aðrir fram­bjóðend­ur þurfa að greiða fram­boðskostnað úr eig­in vasa. Eng­inn vafi er á því að þing­menn hafa fengið ferðakostnað vegna kosn­inga­bar­áttu end­ur­greidd­an. Til eru sönn­un­ar­gögn um það, til dæm­is mynd­ir af ráðherra­bíl­um á kosn­inga­fundi og játn­ing í sjón­varps­viðtali.“

Ekki hægt að treysta á heiðarleika þingmanna

Björn segir að ekki sé hægt að treysta orðum þingmanna sjálfra þegar kemur að heiðarleika, þar sem játningar um brot liggi fyrir:

„Fyr­ir ligg­ur að greiðslur til þing­manna hafa ekki verið rann­sakaðar; þar var treyst á heiðarleika þing­manna að greina satt og rétt frá. Þegar það kem­ur upp að eitt­hvað virðist hafa brugðist með heiðarleik­ann verður ein­fald­lega að fara yfir all­ar end­ur­greiðslu­kröf­urn­ar, eins og átti hvort eð er að gera jafnóðum, og ganga úr skugga um hvað er rétt og hvað er rangt. Til­efnið ligg­ur fyr­ir. Ekki bara vegna þess hversu mik­ill pen­ing­ur þetta er held­ur líka að kostnaður eykst í kring­um kosn­ing­ar og fyr­ir ligg­ur játn­ing þing­manns um að hafa þegið end­ur­greiðslu vegna kosn­inga­bar­áttu. Í játn­ing­unni ligg­ur fyr­ir að viðkom­andi þingmaður taldi sig vera að fara eft­ir ein­hverj­um regl­um. Þær regl­ur finn­ast hins veg­ar hvergi. Því má telja lík­legt að fleiri þing­menn hafi einnig verið að fara eft­ir þeim sérregl­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus