fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

The Ballad of Buster Scruggs – smásagnasafn Coen-bræðra úr villta vestrinu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sér oft spurt á samskiptamiðlum: Hvað á ég að sjá á Netflix?

Nú er úrvalið á Netflix fremur takmarkað svo það er ekki óeðlilegt að svona sé spurt. Þannig séð er Netflix afturför frá vídeóleigunni sem var úti á öðru hverju horni – þar var miklu meira og betra úrval en á Netflix.

En Netflix sigrar vegna þess að það er þægilegt, og enn nokkuð nýstárlegt, að geta setið heima í stofu og pantað sér myndefni og afþreyingu.

Það er sjaldan að eitthvað sem er sérstaklega brilljant sé frumsýnt á Netflix. Kvikmyndir koma þangað seint og um síðir ef þær gera það þá yfirleitt, Amazon Prime virðist ætla að verða sterkara en Netflix í kvikmyndum. Besta sjónvarpsefnið ratar ekki þangað nema í mjög takmörkuðum mæli, líklegt er að stór efnisveita sem AT&T boðar með efni frá Warner og HBO verði sterkari á því sviðinu en Netflix. Áætlað er að hún hefji útsendingar á næsta ári.

En þó eru til undantekningar – svarið við spurningunni hér að ofan er reyndar einfalt í þessari viku: The Ballad of Buster Scruggs eftir bræðurna Joel og Ethan Coen.

Þeir klikka reyndar sjaldan Coen-bræður. Þeir eru í hópi frábærustu kvikmyndagerðarmanna sem nú eru uppi. Þeir eru engum líkir, hafa einstakan húmor og einstakan stíl.

The Ballad of Buster Scruggs er eins og smásagnasafn, gerist í villta vestrinu á 19. öldinni. Staðurinn er frekar óvistlegur, flest fólkið er fjandsamlegt og tortryggið, það er illa til fara, landið er ekki sérlega vingjarnlegt heldur. Lífið er erfitt og dauðinn aldrei fjarrri.

Myndin spannar skalann frá því að vera bráðfyndin yfiir í að vera afar sorgleg, en þó á nokkuð skoplegan hátt. Skemmtilegustu sögurnar eru af Buster Scruggs sem er leikinn af Tim Blake Nelson – hann hefur áður birst í myndum Coen-bræðra. Hér leikur hann byssumann sem syngur og spilar meðan hann ríður hesti  er sífellt með spaugsyrði á vör, lætur dæluna ganga, en um leið algjörlega miskunnarlaus með vopn sín. Hann er eins konar Roy Rogers með öfugum formerkjum.

Í annarri sögu leikur Tom Waits gamlan gullgrafara sem finnur ósnortinn og dásamlega fagran dal. Grefur þar eftir gulli, en það eru teikn á lofti um að hann fái ekki að njóta þess þótt hann finni það. Og svo er það sorglega sagan um fólkið sem fellir hugi saman í vagnalest á leið vestur, þau eru afar kurteis og prúð bæði, nokkuð feimin, maður vonar svo innilega að þau nái saman – en ýmislegt getur komið í veg fyrir það, svo sem indíánar og geltandi hundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki