fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Tillagan um að dæmdir menn fái að sitja í stjórn FME kom frá starfshópi Bjarna Ben

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt lögum verða stjórnarmenn í Fjármálaeftirlitinu að hafa óflekkað mannorð. Það þýðir að þeir megi ekki hafa gerst sekir um alvarlegt lögbrot. Líkt og greint hefur verið frá, er lagt til að sú krafa verði felld niður í nýju í stjórnarfrumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru, sem lagt er fram af dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen.

Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi, munu þeir sem gerst hafa sekir um alvarleg lögbrot því að fá að sitja í stjórn FME, tíu árum eftir dóm sinn.

Enginn rökstuðningur fylgdi þessari tillögu í greinargerð frumvarpsins og í umsögn Alþýðusambands Íslands er þetta gagnrýnt, þar sem tillagan er sögð draga „verulega“ úr hæfisskilyrðum.

Frá fjármálaráðuneytinu komið

Samkvæmt svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans, kemur í ljós að tillagan um að fella niður kröfuna um óflakkað mannorð, kemur ekki frá Sigríði Á. Andersen, heldur frá starfshópi fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar, sem skilaði skýrslu þann 13. júní um lagaumgjörð Fjármálaeftirlitsins.

Í starfshópnum sátu Har­aldur Stein­þórs­son, Eva H. Bald­urs­dótt­ir og Leifur Arn­kell Skarp­héð­ins­son, lög­fræð­ingar í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti, Tinna Finn­boga­dótt­ir, hag­fræð­ingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti og Jóhannes Karl Sveins­son hrl., lög­mað­ur, sem var for­maður starfs­hóps­ins.

Tilkynnt hefur verið um sameiningu FME og Seðlabanka Íslands. Í því ferli felst endurskoðun á lögum stofnananna beggja, en tilgangurinn er að styrkja eftirlit með fjármálamarkaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“