fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Sprautufíklar fá neyslurými fyrir 50 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 12:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur er fyrirhuguð í Reykjavík á næsta ári. Í frumvarpi til fjárlaga eru 50 milljónir króna áætlaðar til verkefnisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um ávana- og fíkniefni eftir áramót til að tryggja verkefninu fullnægjandi lagastoð. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Heilbrigðisráðherra hóf vinnu fyrr á þessu ári við undirbúning að opnun neyslurýmis. Var það gert í samræmi við tillögur starfshóps um leiðir til að draga úr skaðlegum afleiðingum og margvíslegum hliðarverkunum vímuefnaneyslu þar sem einnig er horft til þess að vernda notendur þessara efna og standa vörð um félagsleg réttindi þeirra. Opnun neyslurýmis var ein af fleiri tillögum starfshópsins sem lagði til að könnuð yrði þörf fyrir uppsetningu slíkra rýma fyrir þá sem nota vímuefni og sprautubúnað. Markmiðið er að tryggja þessum einstaklingum öruggan vettvang, því eins og bent er á í skýrslu starfshópsins stunda þeir sem eiga við mestan vímuefnavanda að etja oft neyslu sína við hættulegar og heilsuspillandi aðstæður sem stuðla að auknum skaða fyrir viðkomandi, veikindum og jafnvel dauða.

Með opnun neyslurýmis verður þeim sem sprauta sig í æð tryggður aðgangur að hreinum sprautubúnaði, nálaskiptiþjónustu og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar mun taka þátt í þessu verkefni og Rauði krossinn á Íslandi hefur fallist á að sinna þjónustunni. Velferðarráðuneytið mun fela Sjúkratryggingum Íslands umboð til samningsgerða um opnun neyslurýmis í samræmi við lög um sjúkratryggingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka