fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Kaup erlends auðmanns í HS Orku sögð auka líkur á sæstreng

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy AG, greiðir rúmlega níu milljarðar króna fyrir tæplega 13 prósenta hlut í HS Orku, samkvæmt Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í dag. Um milljarður er sagður árangurstengdur afkomu HS Orku, en markaðsvirði HS Orku er sagt um 72 milljarðar króna. Tilkynnt var um kaupin í byrjun október, en seljandi hlutarins er fagfjárfestingarsjóðurinn ORK. Markaðurinn segist hafa heimildir fyrir því að svissneska félagið hafi gert mun hærra tilboð í hlutinn en aðrir fjárfestar gerðu.

Edmund Truell er eigandi DC Renewable Energy AG. Hann hefur lengi unnið að lagningu sæstrengs til Íslands. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segist hafa heimildir fyrir því að Truell hafi hug á að auka enn við hlut sinn í HS Orku og hafi gert misheppnaðar tilraunir til þess undanfarin ár. Þá er nefnt að honum gæti fljótlega orðið að ósk sinni, þar sem kanadíska orkufyrirtækið Innergex, sem er stærsti hluthafi HS Orku, býður nú til sölu tæplega 54 prósenta hlut sinn.

Eignist Truell meirihluta í HS Orku, væri því komin upp sú staða að félagið kæmi að lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands, þar sem félagið fengi aðgang að mun stærri orkumarkaði og fengi þar af leiðandi hærra verð fyrir raforkuna en hér á landi, en íslensk orku ku vera ein sú ódýrasta á byggðu bóli.

Þriðji orkupakkinn

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn virðist klofinn í afstöðu sinni til þriðja orkupakka ESB. Þá er Miðflokkurinn einnig andsnúinn innleiðingu, en Vinstri grænir virðast halda spilunum þéttar upp að sér, þó þar hafi einnig heyrst gagnrýnisraddir. Helsta gagnrýnisstefið er að innleiðingin feli í sér framsal á fullveldi landsins, að erlend stofnun ACER (ESB), geti úrskurðað um og ákveðið raforkuverð hér á landi, fari svo að Ísland tengist orkumarkaði á meginlandi Evrópu, eða Bretlandi. Eina leiðin til þess er með sæstreng, sem fylgjendur innleiðingu þriðja orkupakkans hafa sagt að sé afar ólíklegt, þar sem kostnaður sé himinhár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka