fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Að bylta kapítalismanum – meira að segja The Economist talar um það

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 16:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir segir að tímabil „hagvaxtarstefnunnar“ sé að líða undir lok. Það stendur ekki á viðbrögðunum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, snýr þessu við og segir að forsætisráðherrann sé í raun að halda því fram að bæting lífskjara sé þá að líða nundir lok – „lífskjarastefnan“. Óli Björn Kárason alþingismaður skrifar í Morgunblaðið og segir að eitt helsta verkefni stjórnvalda sé að tryggja hagvöxt, enda sé hugvit mannsins ótakmörkuð auðlind.

Máski spilar þarna inn í mismunandi skilningur á hagvexti. Fyrir Halldór og Óla Björn er hann jákvæður – nánast skilyrðislaust. Fyrir Katrínu er hann í aðra röndina eyðileggjandi afl – hann grandar náttúrunni og færir auð til hinna ríku.

The Economist fjallar um kapítalismann í leiðara síðasta tölublaðs. Blaðið aðhyllist frá fornu fari kapítalisma og frjálsa markaði – það eru ær og kýr The Economist. En nú, segja leiðarahöfundar blaðsins, að þurfi að bylta honum. Ekki fella hann af stalli, ónei, blaðið boðar ekki sósíalisma, heldur endurlífga hann og orðsporið sem af honum fer.

Til þess þurfi byltingu sem beinist gegn einokun og fákeppni – blaðið áætlar að í markaðsumhverfi nútímans njóti stórfyrirtæki óeðlilegs hagnaðar. Um leið fari hlutur launafólks minnkandi. Afleiðingin sé sú að stór hluti almennings verði fráhverfur kapítalisma. Ef arður væri svipaður og meðaltalið í sögu Bandaríkjanna ætti að vera hægt að hækka raunlaun um 6 prósent, segir The Economist. Það yrði meiri nýsköpun en í kerfi hinna makráðu einokunar- og fákeppnisfyrirtækja. Neytendur myndu fá meira val. Þetta muni kannski ekki stöðva framrás popúlisma, en það væri hægt að auka tiltrúna á kapítalismann.

Eitt af því sem The Economist nefnir að þurfi að gera er að setja lög um hringamyndun sem henta 21. öldinni. Þau ættu ekki bara að virka til að vernda neytendur, heldur þurfi eftirlitsaðilar að hafa meira vald til að grípa inn í sviðum markaðarins sem virka óeðlilega. Þar nefnir blaðið til dæmis hvernig stór tæknifyrirtæki taka úr umferð fyrirtæki sem gætu ógnað stöðu þeirra – líkt og þegar Facebook stökk til og keypti Instagram og WhatsApp fyrir fáum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki