fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Leiðbeiningar um pappírstígrisdýr og byltingu en kynlífskaflarnir eru eftirminnilegastir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fésbókarvinur minnti á þessa bók. Ég var búin að steingleyma tilveru hennar. Hún kom út á Íslandi að mig minnir 1971 og var kynnt mikilli viðhöfn. Samtök íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, stóðu að útgáfunni – á þeim tíma voru þetta feikilega róttæk samtök með Þröst Ólafsson hagfræðing í fararbroddi. Fyrst þegar ég barnungur heyrði minnst á Þröst var mér sagt að hann hefði lært í Þýskalandi og væri eins konar Rudi Dutscke Íslands.

Rauða kverið fyrir skólanemendur er dönsk bók, útgefin 1969, náttúrlega sniðin eftir Rauða kveri Maós sem þá var lesið af ungu fólki á Vesturlöndum. Þarna er meira að segja notað svipað orðfæri, í kveri Maós stóð að heimsvaldasinnar væru pappírstígrisdýr, í danska kverinu voru það foreldrar og kennarar.

Margt þarna þótti hneykslanlegt, en sumt af því hefur kannski orðið inngróið í veruleikann eftir því sem tíminn hefur liðinn. Það var lögð áhersla á að börn og unglingar væru ekki undirgefin kennurum eða öðrum sem fóru með völd. Heimurinn hefur breyst – það er meira hlustað á börn en þá var. Þá voru öll samskiptin í miklu fastari skorðum.

Þarna var að finna einhver byltingarfræði, en fyrir ungan dreng sem komst í Rauða kverið eru kaflarnir um kynlífið miklu eftirminnilegri. Þar var sagt frá ýmsum hlutum og þeir kallaðir sínum réttu nöfnum, ólíkt því sem þá tíðkaðist. Manni fannst þetta satt að segja frekar djúpur fróðleikur, enda var ekki um auðugan garð að gresja í þeim efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka