fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Kostnaður Alþingis vegna fullveldisdagsins mun minni en Þingvallafundarins

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 18:26

Steingrímur J. Sigfússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. desember næstkomandi verða 100 ár liðin frá því að sambandslagasamningurinn tók gildi og Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Heilmikil dagskrá er víða um land vegna afmælisins og hefur verið allt þetta ár.

Alþingishúsið verður opnað almenningi af þessu tilefni og munu þingmenn og starfsmenn Alþingis veita leiðsögn um húsið og ræða við gesti, auk þess sem ljósmyndir, skjöl og valdar tilvitnanir úr umræðum á þingi um sambandslagasamninginn verða til sýnis. Aðgangur er ókeypis.

Mun minni kostnaður

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, staðfesti við Eyjuna að kostnaður Alþingis vegna fullveldisdagsins væri áætlaður um tvær milljónir króna. Eitthvað af því kynningarefni sem gert væri af tilefni dagsins myndi þó einnig nýtast áfram.

Flestum er enn í fersku minni hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Þar var kostnaður áætlaður 45 milljónir, en endaði í tæpum 87 milljónum. Sá fundur var haldinn þann 18. júní, um miðjan dag og sóttu fáir gestir þann fund. Píratar sniðgengu fundinn og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lét sig hverfa í mótmælaskyni þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, tók til máls.

Var því víða haldið á lofti, til dæmis á samfélagsmiðlum, að lítill sómi hefði verið af fundinum, ekki síst þegar miðað var við kostnaðinn og yrði hans ávallt minnst í neikvæðu ljósi.

Í ár ber 1. desember upp á laugardag og mun Alþingishúsið verða opið frá klukkan 13.30 – 18. Mun gestum gefast kostur á að ganga í gegnum sal Alþingis, sem jafnan er lokaður almenningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka