fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Ástandið þarna er hræðilegt: Þrjár milljónir hafa þegar flúið land

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 17:00

Peningaseðlar eru varla pappírsins virði í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að þrjár milljónir manna, eða einn tólfti af íbúafjöldanum, hafi flúið Suður-Ameríkuríkið Venesúela undanfarin misseri.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu mála. Efnahagsástandið í Venesúela er afar slæmt; óðaverðbólga hefur ríkt í landinu og þá hefur mikill skortur verið á helstu nauðsynjavörum, mat og lyfjum til dæmis.

Mikið hefur verið rætt um flóttamannastrauminn frá Mið-Austurlöndum og Afríku að undanförnu en minna hefur farið fyrir fréttum af flóttamönnunum í Venesúela.

Flestir hafa flúið til annarra landa í Suður- og Mið-Ameríku, en tölurnar sem um ræðir ná aftur til ársins 2015. Nærri lætur að ein milljón manna hafi flúið á ári að meðaltali, eða rúmlega 2.700 manns á hverjum einasta degi undanfarin ár.

Ekkert lát virðist vera á óðaverðbólgu og því virðast sífellt fleiri íbúar sjá hag sínum betur borgið utan landsteinanna. Ekki þykir útilokað að ársverðbólga nái milljón prósentum á þessu ári.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir því að alþjóðasamfélagið bregðist betur og hraðar við en gert hefur verið, meðal annars til að létta á því álagi sem nágrannaþjóðar Venesúela finna fyrir vegna stóraukins straums flóttamanna.

Þannig gera spár yfirvalda í Kólumbíu ráð fyrir að fjórar milljónir íbúa Venesúela verði í landinu fyrir árið 2021. Kostnaðurinn við það hleypur á milljörðum fyrir yfirvöld þar í landi. Nú þegar er talið að um ein milljón manna hafi flúið yfir landamærin til Kólumbíu.

Álagið annars staðar er einnig mikið; 75 þúsund manns hafa farið til BRasilíu, 500 þúsund til Perú, 220 þúsund til Ekvador, tæplega 100 þúsund til Panama, 130 þúsund til Argentínu, 108 þúsund til Chile og 40 þúsund til Trínidad & Tóbagó. Önnur lönd í Suður- og Mið-Ameríku hafa einnig fengið sinn skerf af flóttamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka