fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Arnalax sér beint flug til Kína í hillingum: „Smellpassar við þessi áform okkar“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnalax, sem framleiðir eldislax, segir í Morgunblaðinu í dag að Kína sé spennandi kostur til útflutnings. Líkt og Eyjan greindi frá, þá er ekkert lengur því til fyrirstöðu að íslenskt flugfélög semji við Rússa um að fljúga yfir Síberíu á leið sinni til Austurlanda fjær, en það er stysta og þar af leiðandi hagkvæmasta flugleiðin. Víkingur segir að áætlanir Arnalax hafi hingað til miðast að flytja afurðina til flughafnar á meginlandi Evrópu eða Bretlandi, og þaðan til Kína:

„En það sem er mjög áhugavert fyrir okkur er að ef beint flug frá Keflavík til Kína verður að veruleika, þá er það hlutur sem smellpassar við þessi áform okkar. Það er ekkert leyndarmál. Við erum fyrst og fremst að búa okkur undir þessar breytingar en það er ekki eina leiðin sem við getum farið. Ef Ísland gæti komið inn á þennan markað með beint flug þá munum við nýta okkur það. Beint flug er mjög spennandi möguleiki fyrir okkur en fyrst og fremst er laxinn mjög eftirsóttur í Kína þannig að slík vara passar vel inn í svona rútu. Önnur vara er frekar flutt með gámum sem frystivara en þetta yrði flutt ferskt. En við erum alveg með aðra leið og getum hafið innflutning til Kína um leið og við fáum grænt ljós en það er miklu flóknara,“

segir Víkingur í samtali við Morgunblaðið.

Engin áform um beint flug

Einnig er talað við Gunnar Má Sigurfinnsson, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair. Hann vill meina að ekkert hafi verið rætt um beint flug til Kína hjá fyrirtækinu. Hann viðurkennir þó að allt sem aukið geti tekjur félagsins, auki líkur á að eitthvað gerist. Samkvæmt Gunnari myndu tekjur af fraktflugi aldrei standa undir farþegaflugi, en tekjuhlutfall fraktar af heildartekjum á heimsvísu eru að hans sögn um 10 prósent.

„Þetta er mjög spennandi möguleiki. Ef það verða þarna verulegar frakttekjur þá er það auðvitað mikið tækifæri. Og við vitum það að við fáum mikið af Kínverjum til Íslands í dag. Allt sem að hjálpar til við að stytta leiðina eykur auðvitað líkur á því að hægt sé að gera eitthvað. En þetta er nýkomið upp og engin ákvörðun hefur verið tekin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus