fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Eyjan

Hagnaður Hallgrímskirkju dugar fyrir rekstri án ríkisstyrkja

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 19. nóvember 2018 09:08

Ljósmynd: DV/Hanna

Alls námu tekjur af seldum ferðum í turn Hallgrímskirkju rúmum 279 milljónum króna árið 2017. Um 17 prósenta aukningu er að ræða frá 2016, en tekjur námu þá 238 milljónum króna. Árið 2010 voru tekjurnar 27 milljónir og því um mikla aukningu að ræða, sem rakin er til aukningar ferðamanna.

Tekjuafgangur Hallgrímssóknar nam 66 milljónum. Heildartekjur Hallgrímskirkju námu 377 milljónum. Sóknargjöld frá ríkinu voru rúmar 32 milljónir önnur framlög voru 28,8 milljónir. Tekjuafgangur var 66 milljónir. Fréttablaðið greinir frá.

Kirkjan hefði því skilað fimm milljóna króna hagnaði þó svo hún hefði ekki notið opinberra styrkja, sem námu alls 61 milljón.

„Það er mjög ánægjulegt að Hallgrímskirkja skuli hafa tekjur af turni og fleiru til að geta staðið undir rekstri kirkjunnar auk viðhalds sem hefur verið gríðarlega kostnaðarsamt á undanförnum árum. Að auki er unnið að því að greiða niður lán vegna viðgerðar sem lauk árið 2008.“

segir Sigrún Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Hún segir við Fréttablaðið að hún sjái ekki enn fyrir endann á framkvæmdum þar sem fram undan sé enn frekara viðhald, viðgerðir og endurnýjun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Össur argur út í stjórnvöld: „Þetta er náttúrulega skandall!“

Össur argur út í stjórnvöld: „Þetta er náttúrulega skandall!“
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum
Frestur liðinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Krefur Hafnarfjarðarbæ um fjórar milljónir vegna brottvikningar

Krefur Hafnarfjarðarbæ um fjórar milljónir vegna brottvikningar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Meirihluti Alþingis vill afsögn sexmenninganna

Meirihluti Alþingis vill afsögn sexmenninganna