fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Áhrifarík minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 19. nóvember 2018 19:00

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 18. nóvember 2018. Mynd/Samgöngustofa/EMM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athöfn var haldin í gær til minningar um fórnarlömb umferðarslysa á þyrlupallinum við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Þar komu saman fjölmargir aðstandendur sem minntust ástvina sinna og fulltrúar ýmissa viðbragðsaðila en þeim var þakkað fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf. Þetta var í sjöunda sinn sem minningardagurinn er haldinn hér á landi en hliðstæð athöfn fer fram víða um heim undir merkjum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Við athöfnina sagði Þóranna M. Sigurbergsdóttir frá erfiðri lífsreynslu sinni og eiginmanns síns Steingríms Ágústs Jónssonar. Þau hjónin misstu son sinn, Sigurjón, aðeins 17 ára gamlan í umferðarslysi á Reykjanesbrautinni árið 1996. Sigurjón hefði orðið 40 ára í gær 18. nóvember. Hún lýsti því hvernig sólríkur sumardagur fyrir rúmum 22 árum hefði breytt lífi þeirra.

Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, stýrði athöfninni og fjallaði um þýðingu hins árvissa viðburðar í ávarpi sínu. Minningardagurinn væri liður í alþjóðlegri vitundarvakningu um umferðarslys og leiðir til að fækka þeim enn frekar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, minntist þess í ræðu sinni að nú væri nærri 31 ár liðið síðan hann missti báða foreldra sína í bílslysi í Svínahrauni. Hann sagði að 1.564 einstaklingar hefðu látist í umferðinni frá því fyrsta banaslysið varð árið 1915 og að þegar hafi 13 látist á þessu ári. Dagurinn væri helgaður minningu alls þessa fólks og aðstandendum þeirra. „Eitt slys er einu slysi of mikið og við sjáum á eftir fólki í blóma lífsins og skilja eftir sig hóp syrgjenda sem lifa oft við skert lífsgæði upp frá því.“ Ráðherra sagði að stöðugt væri leitast við að auka öryggi með betri vegum, aukinni tækni og betri bílum en eftir sem áður væri afskaplega mikilvægt að vegfarendur beri ábyrgð og aki varlega.

Sigurður Ingi sagði frá þeirri hugmynd að settur verði upp minningarreitur í grennd við þyrlupallinn í Fossvogi til að minnast fórnarlamba umferðarslysa allt árið um kring. Ráðuneytið hafi vakið máls á hugmyndinni við borgaryfirvöld og óskað eftir að borgin ráðstafaði reit í þessum tilgangi. Hann sagði enn hafi hvorki verið hugað að formi staðarins né verki sem gæti orðið miðpunktur þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka