fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Stangveiðimenn greiddu 4,9 milljarða fyrir veiðileyfin – Verðmætið sagt 170 milljarðar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 16. nóvember 2018 13:32

Stangveiðimaður. Mynd-hreggnasi.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem gerð var fyrir Landssamband veiðifélaga, sem greiddi hluta hennar, borguðu veiðimenn 4,9 milljarða króna fyrir veiðileyfi á laxi og silungi árið 2018. Greiðslurnar hafa meira en tvöfaldast að raunvirði frá 2004, eða um 120 prósent. Tekjur veiðifélaga (eigenda veiðiréttar) eru 2,8 milljarðar króna.

Segir í skýrslunni að tekjur af stangveiði séu ein af meginstoðum landbúnaðar hér á landi, eða 28 prósent af hagnaði og launakostnaði. Alls renna 50-62 þúsund íslendinga fyrir lax eða silung og um 3400 veiðibýli eiga veiðirétt.

170 milljarða virði

Skýrslan er byggð á tveimur rannsóknum, annarsvegar á upplýsingum um tekjur veiðiréttarhafa og hinsvegar var ábati veiðimanna metinn. Er hann áætlaður 100 milljarðar króna:

„Það sem skilur þessa starfsemi frá flestum öðrum atvinnugreinum er að 75% eru ágóði. Núvirtur ábati veiðiréttarhafa eru rúmir 70 milljarðar króna. Ábati íslenskra veiðimanna, það er að segja greiðsluvilji þeirra umfram kostnað, er hér áætlaður tæpir 100 milljarðar króna. Upplýsingar um tekjur og kostnað veiðifélaga og leigutaka fengust beint frá langflestum veiðiréttarhöfum. Víðtæk gagnaöflun gerir það að verkum að lítil óvissa er í mati á tekjum af stangveiðum. Meiri óvissa er um ábata veiðimannanna.“

Þá segir einnig að aðeins sé horft á virði þeirra sem hafi bein not af auðlindinni:

„En fólk, sem ekki veiðir, getur verið ánægt með að hægt sé að veiða lax og silung, þótt það geri það ekki sjálft. Margar vísbendingar eru líka um að fólk telji líffræðilega fjölbreytni mikils virði, jafnvel þegar fjölbreytnin skapar engan beinan arð. Rannsóknir benda til þess að sjálfstæður laxastofn sé í flestum laxveiðiám á Íslandi. Ekki er lagt mat á virði án notkunar í þessari skýrslu, en eldri rannsókn bendir til þess að það geti jafnvel verið meira en ábati veiðimanna.“

Fyrir utan verð veiðileyfa er beinn kostnaður innlendra veiðimanna af veiðum talinn vera a.m.k. 2,9 milljarðar króna árið 2018 og beinn kostnaður erlendra veiðimanna a.m.k. 2,2 milljarðar króna. Við þetta bætast fjárfestingar í veiðihúsum, laxastigum og fleira, sem hér eru taldar 1 milljarður króna á ári.

Samtals má því rekja a.m.k. 11 milljarða króna útgjöld beint til lax- og silungsveiða hér á landi árið 2018. Hluti af útgjöldunum rennur til innflutnings. Eftir að innflutningur hefur verið dreginn frá stendur eftir 8,7 milljarða kr. landsframleiðsla á Íslandi sem rekja má beint til lax- og silungsveiða.

Árið 2004 var talið að rekja mætti 1,7 milljarða kr. landsframleiðslu beint til lax- og silungsveiða. Bein áhrif lax- og silungsveiða á landsframleiðslu hafa því aukist um 160% frá 2004, á föstu verðlagi. Erfiðara er að meta óbeinar og afleiddar tekjur af veiðunum en þær geta verið umtalsverðar.

Samkvæmt skýrslunni bendir margt til þess að ábati veiðimanna, þ.e. greiðsluvilji umfram kostnað, sé líka mikill. Í fyrri rannsókn var ábati veiðimanna talinn 60% af verði veiðileyfa. Í skýrslunni er fjallað um mat á greiðsluvilja stangveiðimanna. Það bendir til þess að ábati veiðimanna gæti verið enn meiri en fyrri rannsóknir gefa til kynna. Þar er gert ráð fyrir að ábati veiðimanna sé jafn verði veiðileyfanna. Hlutur innlendra veiðimanna í ábatanum verður þá tæpir hundrað milljarðar króna. Alls verða lax- og silungsveiðar hér á landi þá 170 milljarða króna virði fyrir Íslendinga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega