fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Opinberar framkvæmdir fara fram úr áætlunum í 9 af hverjum 10 skiptum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 16. nóvember 2018 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Þórði V. Friðgeirssyni, lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, fara 89 prósent  allra stærri framkvæmda ríkis og sveitarfélaga fram úr áætluðum kostnaði og er framúrkeyrslan almennt um 60 prósent yfir upphaflegum áætlunum. Þetta kom fram í kynningu Þórðar á fundi Verkfræðingafélagsins á Hilton í gær. Morgunblaðið greinir frá.

Þórður sagði ljóst að ekki væri verið að ná betri árangri í kostnaðaráætlunum, sem væri áhyggjuefni. Einnig gagnrýndi hann að ekki væri til miðlægur gagnagrunnur um opinberar framkvæmdir, svo hægt væri að læra af reynslu fyrri verkefna, líkt og þekkist erlendis.

Hann sagði einnig að skýringar hins opinbera á framúrkeyrslu í framkvæmdum væru ófullnægjandi, en oft væri vísað til skorts á upplýsingum og gögnum. Þá sagði hann einnig að ekki væri um séríslenskt vandamál að ræða, heldur væri um svokallaðan „umboðsvanda“ að ræða. Það sé þegar mismunandi hagsmunir greiðanda, hagsmunahópa og umboðsaðila stangist á og vísaði til stjórnmálamanna, kjósenda, þrýstihópa og annarra hagsmunaaðila.

Þá nefndi hann einnig svokallaða „vitsmunaskekkju“, sem myndaðist milli hugmyndastigsins og framkvæmdastigsins. Á fyrra stiginu ríkti mikil bjartsýni sem gæti leitt af sér sjálfsblekkingar, en þegar framkvæmdir hefðust myndaðist þrýstingur ólíkra hópa sem flækt gætu málið.

Þórður vill styrkja ramman utan um hvernig málum er háttað hér á landi og styrkja þannig áætlanagerðir með verkferlum. Hann benti á að Norðmenn hefðu lækkað raunkostnað sinn um 14 prósent með innleiðingu gæðatryggingar. Koma þyrfti á skýrum reglum um samskipti verktaka, hönnuða og annarra við hið opinbera og skilgreina þætti á borð við hagkvæmisathuganir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun