fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Fyrstu kaupendum fer fjölgandi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 16. nóvember 2018 19:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný greining Capacent um stöðu og horfur á fasteignamarkaði var kynnt á fjölsóttum fundi um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni sem haldinn var í Ráðhúsinu í morgun.  Þar kom meðal annars fram að talin er þörf fyrir 3.200-4.000 nýjar íbúðir á þessu og næsta ári. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Samkvæmt greiningunni fer fyrstu kaupendum íbúða fjölgandi og voru 26% þeirra sem keyptu íbúðir í borginni á fyrstu tveimur ársfjórðungum ársins 2018 að kaupa sína fyrstu íbúð. Hlutfall fyrstu kaupenda hefur verið nánast stöðugt hækkandi frá árinu 2009 þegar 6% íbúða voru keyptar af fyrstu kaupendum en árið 2014 var þetta hlutfall komið í 17%.

Í greiningu Capacent er dregið  fram að kaupverð íbúða í fjölbýlum hefur hækkað umtalsvert frá árinu 2012 og er nú ríflega 20% hærra en byggingarkostnaður 3ja til 4ra hæða fjölbýlishúsa og tæplega 32% hærra en byggingarkostnaður fjölbýlishúsa með lyftu. Hins vegar heldur byggingarkostnaður sérbýla áfram að vera hærri en kaupverð þeirra.  Kaupverð einbýlishúsa er ríflega 16% lægra en byggingarkostnaður og kaupverð raðhúsa á einni hæð er rúmlega 6% undir byggingarkostnaði.

Það kemur því ekki á óvart að á síðustu árum hefur fjölbýlishúsum fjölgað á kostnað sérbýla. Árið 2017 voru 28% íbúða í Reykjavík í 6-12 íbúða húsum og 25% í húsum með 13 eða fleiri íbúðum.  Um 19% íbúðarhúsnæðis í Reykjavík var á sama tíma í einbýli.

Íbúðaverð hefur hækkað umtalsvert umfram ráðstöfunartekjur og því tekur það íbúa á aldrinum 30-34 ára ríflega tvöfallt fleiri mánuði að greiða meðalverð fyrir 90 fermetra íbúð í  fjölbýli í dag en það gerði árið 1997, samkvæmt því sem fram kemur í greiningu Capacent. Eiginfjárhlutfall almennings hefur hækkað frá því það náði lágmarki árið 2010 og er nú hærra en það hefur verið í yfir tvo áratugi eða eins langt og mælingar Hagstofunnar ná.  Þá kemur fram í greiningunni að tæplega 80% Reykvíkinga 25 ára og eldri búa í eigin húsnæði, rúmlega 16% í leiguhúsnæði og um 4% búa í foreldrahúsum. Ef hins vegar er litið á búsetufyrirkomulag einstaklinga á aldrinum 25-34 ára búa 56% í eigin húsnæði, 29% í leiguhúsnæði og 16% í foreldrahúsum.

Í kjölfar aukins ferðamannastraums hefur fjöldi hótelherbergja í borginni aukist mikið á síðustu árum og hefur hótelum fjölgað um 45% að minnsta kosti frá árinu 2015. Capacent gerir ráð fyrir að á árunum 2019-2020 verði um 9 hótel í byggingu á höfuðborgarsvæðinu með 1.332 ný herbergi. Leiddar eru líkur að því að áframhaldandi uppbygging hótelherbergja og hert eftirlit með starfsemi í heimagistingu muni leiða til fækkunar íbúða í heimagistingu.  Þetta muni draga úr þörf fyrir íbúðir á næstu árum um 200 íbúðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG