fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Förgun Jóns Gnarr á Banksy verkinu gæti haft afleiðingar í för með sér

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 16. nóvember 2018 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarráðs í gær lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins til að Reykjavíkurborg léti kanna hvort skaðabótaskylda hefði skapast þegar Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri, lét farga listaverki eftir Banksy, sem hékk á skrifstofu Jóns í Ráðhúsinu í borgarstjóratíð sinni. Morgunblaðið greinir frá.

Einnig var óskað eftir öllum tölvupóstssamskiptum Jóns Gnarr og annarra starfsmanna borgarinnar við fulltrúa Banksy vegna listaverksins, auk þess sem óskað var eftir áliti borgarlögmanns á því hvort Jóni hefði verið heimilt að taka verkið með sér heim eftir að borgarstjóratíð hans lauk.

Afgreiðslu málsins var frestað í borgarráði.

Umdeilt verk

Samkvæmt siðareglum kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar þarf að skrá gjafir sem þeir þiggja, ef verðmætið er metið yfir 50.000 krónur,  en Jón þvertók fyrir það á dögunum að um verðmætt og ósvikið verk væri að ræða, heldur plakat.

Jón segir að samskiptin við Banksy hafi farið fram í gegnum þriðja aðila. Eftir langan tíma fékk hann síðan myndina senda í gegnum tölvupóst með þeim skilaboðum að hann mætti prenta hana út og hengja upp.

Sjá nánar: Jón Gnarr losar sig við umdeilda Banksy-verkið:„Ég var bara smá einfeldningur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt