fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ásmundur boðar aðgerðir til að auðvelda ungu fólki sín fyrstu húsnæðiskaup

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 16. nóvember 2018 16:45

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag skipun starfshóps um sérstakar aðgerðir sem miða að því að aðstoða fólk við að fjármagna húskaup. Ásmundur Einar segir tíma aðgerða runninn upp. Aðgerðirnar verða að norskri fyrirmynd, en þar bíður systurstofnun Íbúðalánasjóðs upp á svokölluð startlán.

Á vefi Stjórnarráðs Íslands kemur fram að ríkisstjórnin hafi í dag samþykkt tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, um skipun starfshóps til að útfæra sértækar aðgerðir til að gera ungu og tekjulágu fólki kleift að kaupa sér íbúðarhúsnæði.

Þessi ákvörðun er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn og endurskoðun á stuðningskerfi hins opinbera til þess að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum.

„Nú er mikil greiningarvinna að baki og komið að því að stíga fyrsti skref til aðgerða. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að kalla fleiri að borðinu að útfæra þær nánar og hrinda þeim í framkvæmd“ er haft eftir Ásmundi Einari og sagði hann jafnframt að tími aðgerða væri runninn upp.

Á fundinum í dag var samþykkt að ráðast í aðgerðir áþekkar þeim sem Husbanken, systurstofnun Íbúðalánasjóðs í Noregi, býður upp á í formi svokallaðra startlána. Startlán eru íbúðalán með lægri vöxtum og lægri eiginfjárkröfu en þekkist á markaðinum og eru aðeins veitt til þeirra sem ekki geta aflað sér fjármögnunnar með hefðbundnum leiðum. Startlánum eru fyrst og fremst veitt til fjölskyldna sem búa við fátækt en einnig til fyrstu kaupenda, flóttafólks, fólk með fötlun og fólks sem býr við félagsleg vandamál.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna