fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Plastpokar verði bannaðir í búðum á Íslandi árið 2021

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 13:45

Plastpokar. Mynd:Sorpa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um frumvarp vegna breytinga á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með frumvarpinu er innleidd Evróputilskipun er lýtur að því að draga úr notkun á þunnum burðarpokum úr plasti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Í frumvarpinu er sett fram tillaga að tölulegum markmiðum sem skuli náð varðandi árlega notkun burðarpoka úr plasti. Lagt er til að eigi síðar en 31. desember 2019 skuli árlegt notkunarmagn burðarpoka úr plasti vera 90 á hvern einstakling eða færri og eigi síðar en 31. desember 2025 skal árlegt notkunarmagn vera 40 burðarpokar eða færri.

Þá er lagt til í frumvarpinu að óheimilt verði að afhenda burðarpoka, þ.m.t. burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og að gjaldið verði sýnilegt á kassakvittun.

Að lokum er lagt til að óheimilt verði að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara frá og með 1. júlí 2021.

Plastpokar ekki mikið vandamál

Ekki eru allir sammála skaðsemi plastpoka þegar kemur að mengun. Framkvæmdarstjóri Sorpu, Björn Halldórsson, sagði nýverið að plastpokar væru aðeins 0.6 prósent af því rusli sem urðað væri hér á landi.

Verslanir Bónus hættu nýverið notkun plastpoka í verslunum sínum. Björn segir slíkar aðgerðir byggjast að mörgu leyti á misskilningi og ef til vill ekki alltaf á staðreyndum. Hann segir að mengun vegna plastpoka verði að skoða í víðara samhengi, ekki aðeins útfrá útblæstri, heldur einnig áhrifa á ósonlagið, eiturefnaáhrifa á mannfólk, jónageislun, ryk í lofti, súrnun jarðvegs, efnamengun og fleira.

Sjá nánar: Framkvæmdastjóri Sorpu segir bann við plastpokum skipta litlu máli:Umræðan byggð á tilfinningum en ekki staðreyndum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus