fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Hlutabréf Icelandair í hæstu hæðum – Leit að nýjum forstjóra óþarfi?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markaðsvirði Icelandair Group nam um 37,9 milljörðum króna áður en félagið sendi frá sér tilkynningu þann 5. nóvember síðastliðinn um að félagið hygðist kaupa WOW air fyrir rúma tvo milljarða króna. Um leið og tilkynnt var um væntanleg laup, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, hluthafa og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, rauk gengi hlutabréfa Icelandair upp og hefur verið í hæstu hæðum síðan. Viðskiptablaðið greinir frá.

Alls hafa bréfin hækkað um 52 prósent frá því 5. nóvember og reiknast markaðsvirðið því 57,8 milljarðar. Hlutur Skúla Mogensen, stofnanda og eiganda WOW, verður því á bilinu 1-4 milljarðar, miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair.

Forstjórinn festir sig í sessi

Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair þann 30. nóvember, þar sem kaupin verða borin undir hluthafa. Síðan Björgólfur Jóhannsson sagði starfi sínu lausu sem forstjóri Icelandair í viðleitni sinni til að axla ábyrgð á slæmri stöðu félagsins, hefur stjórn Icelandair leitað að nýjum forstjóra, bæði innanlands sem utan. Bogi Nils Bogason, sem ráðinn var forstjóri Icelandair tímabundið eftir að Björgólfur steig til hliðar, er sagður líklegur til að festa sig enn frekar í sessi sem varanlegur forstjóri fyrirtækisins eftir gott gengi félagsins undanfarið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn