fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Þorgerður: „Almenningur verður að fara sjá í gegnum þetta“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var fundur hjá okkur í Viðreisn í síðustu viku um krónuna og þar kom kaupmaður sem hélt erindi sem sagði mjög skýrt – og ég er sammála því – að krónan er bara valdatæki. Hún er valda­tæki sér­hags­muna­afla og almenn­ingur verður að fara að sjá í gegnum þetta.“

Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum 21 á Hringbraut í gærkvöldi. Þátturinn var í umsjón Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans.

Þar ræddu þau Þorgerður og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, meðal annars um krónuna sem hefur fallið talsvert að undanförnu. Verðbólguvæntingar hafa aukist og farið er að kólna í efnahagslífinu.

Þorgerður furðaði sig á því að ekki mætti ræða krónuna en á sama tíma sé verið að eyða púðri í umræður um hluti á borð við þriðja orkupakkann. Sagði Þorgerður mikilvægt að flokkar eins og Viðreisn, Samfylkingin og Píratar, sem talað hafa fyrir öðrum gjaldmiðli, þori að halda því áfram þó það sé ekki vinsælt um þessar mundir.

Gengisvísitalan stendur í dag í 185 stigum en lægst fór hún á þessu ári í 158 um mánaðarmótin apríl/maí. Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Þegar vísitalan hækkar táknar það lækkun á verðmæti íslensku krónunnar.

„Núna eru komin 10 ár frá hruni en alltaf erum við að ýta þessu til hliðar. Þessari raunverulegu ástæðu þess að við getum náð þessum stöðugleika sem er svo eftirsóttur fyrir launþega og heimilin,“ sagði Þorgerður í þættinum.

Skuldir verðtryggðar en laun ekki

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ, varpaði þeirri hugmynd fram á Facebook-síðu sinni í gær að laun í landinu yrðu verðtryggð. Sagði hann ótækt að hér á landi væru tvær krónur, annars vegar „elítukróna“ og hins vegar „verkamannakróna“

„Ég er kominn á þá skoðun að ef stjórnvöld ætli sér ekki hlusta á kröfur verkalýðshreyfingarinnar um að tekið verði hér á okurvöxtum og verðtryggingu á neytendalánum sé ekkert annað í stöðunni en að krefjast þess að laun verði einnig verðtryggð,“ sagði hann og bætti við að galið væri að hér á landi væru tvær íslenskar krónur í umferð.

„Önnur sem lýtur að því að tryggja fjármálaelítuna og fjármagnseigendur fyrir öllum efnahagslegum áföllum og hin þar sem alþýðan, launafólk og heimilin standa berskjölduð gagnvart öllum þeim, innan sem utanaðkomandi hremmingum sem herjað geta á íslensk efnahagslíf.“

Elítukróna og verkamannakróna

Vilhjálmur spurði hvaða rök væru fyrir því að allar fjárskuldbindingar heimilanna væru verðtryggðar í botn á meðan laun væru það ekki.

„Ég ítreka það að ef stjórnvöld vilja halda áfram þessu skefjalausa dekri við fjármálaöflin í þessu landi með því að verja verðtryggingu á fjárskuldbindingum heimilanna er ekkert annað í stöðunni en krefjast að laun verði einnig verðtryggð eins og þau voru til ársins 1983,“ sagði hann og endaði færsluna á þessum orðum:

„Það eru ekki nokkur haldbær rök fyrir því að hér eigi ekki allir að sitja við sama borð þegar kemur að gjaldmiðlinum okkar en slíku er alls ekki til að dreifa í dag þegar í gildi eru tvær krónur, verðtryggð elítukróna og síðan varnarlaus verkamannakróna!“

Vilhjálmur benti svo á það í annarri færslu að ef verðbólgan færi á flug og yrði 4,5 prósent á næsta ári myndu verðtryggðar skuldir heimilanna hækka um tæpa 70 milljarða króna. „En það er 30 milljörðum meira en kostar að hækka öll laun á almenna vinnumarkaðnum um 4%.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna