fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Erlent herlið verið á Íslandi í samfellt þrjú ár – Yfir þúsund hermenn árið 2017: „Þýðir það að herstöðin hafi í reynd opnað aftur?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlent herlið hefur verið með daglega viðveru á Íslandi í samfellt þrjú ár. Alls 1220 hermenn voru hér á landi í fyrra, frá þrettán löndum, í alls fimm verkefnum tengdum hernaðareftirliti, eða æfingum.

Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns VG, um viðveru erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli frá 2007-2017.

„Hvenær er herstöð herstöð? Dagleg viðvera herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli síðastliðin þrjú ár. Þýðir það að herstöðin hafi í reynd opnað aftur?“

spyr Andrés Ingi í tilefni svarsins.

Herinn fór og herinn kom

Bandaríski herinn yfirgaf Ísland árið 2006 eftir 55 ára samfellda veru sína á Miðnesheiði. Síðan þá hefur NATO verið hér með loftrýmisgæslu, í umsjá ýmissa þjóða, auk þess sem margar heræfingar hafa verið haldnar hér á landi á þessum tíma. Er loftrýmisgæslan lang-algengasta tilefni viðveru herliðs hér á landi, en þar næst er árleg sprengjueyðingaræfing NATO, Northern Challenge.

Samkvæmt svari utanríkisráðherra hefur kafbátaeftirlit verið hér við lýði frá 2014, en um 60 manns koma að því að meðaltali, utan sérstaks stuðnings við kafbátaeftirlið, sem telur 12 manns:

„Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Fjöldi liðsmanna hefur einnig verið mjög breytilegur, frá því að vera 225 árið 2007 í það vera nær 1.120 manns á síðasta ári. Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins er langalgengasta tilefni viðveru erlends herliðs á Keflavíkurflugvelli. Næstalgengasta tilefnið er hin árlega sprengjueyðingaræfing Atlantshafsbandalagsins, Northern Challenge, sem Landhelgisgæslan stýrir, og þar á eftir kemur kafbátaeftirlit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna