fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Dagur og bleika bindið

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var staddur fyrir utan Hornið í Austurstræti. Þetta hefur verið svona 1984. Líklega hef ég verið að koma úr Djúpinu sem var djassstaður og krá í kjallara hornsins. Það var enginn bjór – svo líklega hefur maður drukkið rautt eða hvítt eða þá sull eins og Martini eða Campari.

Dagur Sigurðarson var þarna og sláttur á honum. Ég talaði oft við Dag á þeim árum, gaf honum stundum í glas, kom fyrir að við værum fullir saman.

Þetta var snemma í eightiesinu, á níunda áratugnum. Þá var nokkuð eindregin tíska. Ég var í jakkafötum sem ég hafði keypt hjá Gerði í Flónni. Ábyggilega með stórum herðapúðum. Í leðurstígvélum með flötum botni. Ég hef örugglega verið með mikið gel í hárinu, ég var með pínulitla fléttu sem lafði aftan úr mér niður á bak og svo tel ég sennilegt að ég hafi verið með maskara í augunum.

Hálstauið var svo mjótt bindi úr einhvers konar silkiefni, líklega gervi. Ég átti eitt bleikt og annað ljósblátt.

Dagur kom auga á bindið, mig minnir að það hafi verið það bleika. Hann varð mjög áhugasamur og það endaði með því að ég tók af mér bindið og gaf honum þarna í sumarnóttinni.

Í gær var ég að fletta nýútkomnu ritsafni Dags sem spannar frá 1957 til dauða hans 1994. Þar er ljósmynd sem ég hef ekki séð áður.

Ég fæ ekki betur séð en að á henni sé Dagur með slifsið sem hann fékk hjá mér þarna um árið. En hann hefur greinilega bundið það dálítið öðruvísi en ég gerði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki