fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Bakkavararbræður sagðir huldumennirnir á bakvið Dekhill Advisors

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bókinni Kaupthinking, bankinn sem átti sig sjálfur, eftir Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, er greint frá því að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, gjarnan kenndir við Bakkavör, séu eigendur Dekhill Advisors, eitt aflandsfélaganna sem hagnaðist um milljarða þegar Búnaðarbankinn var einkavæddur árið 2003. Er þetta skoðun starfsmanna skattrannsóknarstjóra:

„Hér er hægt að op­in­bera það í fyrsta sinn að þeir sem starfs­menn skatt­rann­sókn­ar­stjóra telja að séu end­an­leg­ir eig­end­ur Dek­hill Advisors eru bræðurn­ir Ágúst og Lýður Guðmunds­syn­ir,“

segir Þórður Snær í bók sinni.

Bræðurnir voru aðal eigendur Exista, félagsins sem var stærsti eigendi Kaupþings banka fyrir hrun.

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að Ágúst og Lýður kannist ekkert við fyrirtækið Dekhill Advisors. Hinsvegar komst rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að almenningur, stjórnvöld og fjölmiðlar hefðu verið blekktir við sölu Búnaðarbankans og að Hauck & Aufhauser bankinn, sem kom að kaupum á helmingshlut Búnaðarbankans, hefði aðeins gert það til málamynda, Kaupþing hefði í raun fjármagnað kaupin.

Hagnaður af sölunni í gegnum ýmis fléttuviðskipti endaði að lokum hjá tveimur aflandsfélögum. Annað þeirra var Marine Choice Limited, sem var í eigu Ólafs Ólafssonar, sem gjarnan er kenndur við Samskip. Hitt félagið var Dekhill Advisors, sem skráð var á Tortóla-eyju.

Þórður greinir frá því í bókinni að félagið Dekhill Advisors hefði enn verið virkt í september 2016. Svissnesk yfirvöld greindu embætti skattrannsóknarstjóra frá því árið 2018 að engar upplýsingar lægju fyrir um hverjir væru eigendur Dekhill Advisors, þar sem eigendur félagsins hefðu lagt fram vottorð þess efnis að þeir þyrftu ekki að greiða skatta á Íslandi. Samkvæmt bók Þórðar Snæs, var það ríkisskattstjóri sem veitti eigendunum það vottorð.

Eiga yfir 100 milljarða króna

Þess má geta að Bakkavararbræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru meðal ríkustu manna Bretlands. Samkvæmt lista The Sunday Times voru eignir þeirra metnar á 700 milljónir punda, eða rúmlega 100 milljarða íslenskra króna um síðustu áramót.

Bræðurnir eru metnir sem 197. ríkustu íbúar Bretlands á listanum, en árið 2016 sátu þeir í 885. sæti. Stökkva þeir því upp um 688 sæti á einu ári, en eignir bræðranna jukust um 80 milljarða íslenskra króna milli ára.

 

Sjá einnig: Bakkavararbræðurnir meðal ríkustu manna Bretlands

Sjá einnigSkjal bendir á Bakkavararbræður – Bera við minnisleysi

Sjá einnig: Þórður ætlar að afhjúpa meintan huldumann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins