fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Leikur í stöðunni?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 08:44

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar

Á undanförnum dögum hefur komið fram sterk krafa um að seðlabankastjóri verði látinn víkja úr embætti eftir að hafa orðið ber að því að veitast að útgerðarfyrirtækinu Samherja árum saman án viðhlítandi lagaheimildar og valda fyrirtækinu alvarlegum skaða með þeim hætti. Málið er í höndum forsætisráðherra sem fer með valdið til að skipa bankastjórann og þá einnig til að veita honum lausn.

Svo er að sjá sem ráðherrann leiti leiða til að komast hjá því að gegna skyldu sinni. Hefur þá meðal annars komið fram að ráðherrann telur að sanna þurfi á bankastjórann ásetning til misgjörðanna. Sannist ekki ásetningur sé óheimilt að láta hann taka poka sinn.

Er það virkilega svo að forsætisráðherra þjóðarinnar telji að sanna þurfi ásetning á þá sem fara með opinbert vald og misbeita því borgurum til tjóns? Það er eins og ráðherrann telji hér gilda réttarfar í sakamálum, þar sem sanna þarf ásetning brotamanns svo heimilt sé að refsa honum. Þetta er furðulegur misskilningur. Fari handhafi opinbers valds ekki að lögum við sýslan sína er það auðvitað nóg til að honum verði vikið úr embætti. Við getum ekki þurft að sitja uppi með embættismenn sem virða ekki lagalegar skyldur, hvað sem ásetningi þeirra til misbeitingar valdsins líður. Menn koma sér ekki undan ábyrgð í slíku starfi með því að segjast ekki hafa þekkt lögin. Sönnunarfærsla um ásetning skiptir þá ekki máli nema að því leyti að sannist ásetningur til misgjörða verður mál að sjálfsögðu ennþá alvarlega en annars væri.

Þegar menn hlýða á þessi viðbrögð forsætisráðherrans vakna spurningar um þá lögfræðilegu ráðgjöf sem hann hlýtur að njóta í ráðuneytinu. Getur verið að lögfræðimenntaðir ráðgjafar hans hafi sagt honum þessa vitleysu? Spyr sá sem ekki veit.

Í máli Samherja stendur svo þar að auki svo á að enginn vafi er á einbeittum ásetningi bankastjórans til að skaða fyrirtækið eins og svo skýrt kom fram í ágætri samantekt lögmanns fyrirtækisins, Garðars G. Gíslasonar, sem birt var í Morgunblaðinu í gær.

Ráðherrann hefur nú óskað eftir greinargerð frá bankaráði Seðlabankans um málið. Þó að ekki verði séð að hennar sé þörf, er beiðni ráðherrans vonandi vísbending um að hann hyggist taka málið alvarlegum tökum. Vonandi er þetta ekki bara „leikur í stöðunni“ til að drepa málinu á dreif meðan mesti úlfaþyturinn gengur yfir. Þjóðin nær vonandi ekki að gleyma málinu á þeim tíma sem ráðherrann tekur í þetta vafstur.

Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“