fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Karl Th. um Frosta Sigurjónsson: „Þú ert í alvörunni frábær“ – „Æ lov jú“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 12:40

Samsett mynd/ DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar og fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, fer fögrum orðum um Frosta Sigurjónsson, fyrrum þingmann Framsóknarflokksins, í pistli sem öðrum þræði fjallar um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Ekki er loku fyrir það skotið að greina megi vott af kaldhæðni í pistli Karls, en hann greinir frá því að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum þegar Frosti hætti á þingi, því þó svo að hann væri sjaldnast sammála honum væri hann mikill aðdáandi, þar sem Frosti hafi verið svo hugmyndaríkur, ekki síst í afstöðu sinni til Evrópusambandsins:

„Eins og aðrir framsóknarmenn seinni ára er hann ógurlega mikið á móti ESB og öllu sem það gerir. En ólíkt mörgum öðrum var gaman að hlusta á og lesa það sem Frosti sagði. Vigdís Hauksdóttir og aðrir spunnu upp staðleysur og þvælu, vonandi af því að þau vissu ekki betur, en ekki Frosti. Hann fann alltaf efnisleg rök fyrir máli sínu. Það var ánægjuleg nýlunda.“

Karl Th. segir að rökræðum við Frosta hafi ávallt lokið með sama hætti:

„Allt í lagi, Frosti minn, úr því að þú ert svona ósáttur við reglur um orkusparandi ljósaperur og ryksugur, sem við þurfum að taka upp í gegnum EES eins og allt hitt, hvað viltu gera í því? Viltu segja upp EES-samningnum?“ Svarið kom aldrei, af því að vitaskuld vill Frosti ekkert segja upp þeim samningi. Hann er skynsamari en svo. Hann hélt bara áfram að finna ESB allt til foráttu og gerði það betur en aðrir.“

Orkulöggjöfin og undanþágan

Karli og Frosta greinir á um alvarleika þess að samþykkja hina nýju orkulöggjöf Evrópusambandsins, en samt sem áður fagnar hann afstöðu Frosta í fréttum í gær:

„Í ljósi alls þessa og miklu fleira var þess vegna sérstaklega ánægjulegt að sjá Frosta í kvöldfréttunum ræða um nýja orkulöggjöf Evrópusambandsins. Hann er auðvitað á móti henni – þó það nú væri. Og hvernig vildi hann leysa málið? Hann var ekki spurður um uppsögn EES-samningsins, en hann hafði annað svar: „Við verðum greinilega að fá undanþágu frá þessari löggjöf.“Undanþágu? Jess!  Æ lov jú.“

Karl vill að Frosti kynni undanþáguhugmyndina fyrir félögum sínum í Framsókn:

„Kæri Frosti: Segðu nú félögum þínum í Framsóknarflokknum að það sé hægt að fá alls konar undanþágur og sérreglur og að Evrópusambandið sé ekki níðinga- og samsærisskrímslið sem þau upplifa í martröðum sínum. Líka á daginn. Það er erfitt, ég veit það, en þú veizt líka í hjarta þínu að það er satt. Og ef einhver getur þetta, þá er það þú. Komdu því svo einhvern veginn í kring að þing verði rofið og þú verðir aftur alþingismaður. Því að þú ert í alvörunni frábær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki