fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Og hvað á bærinn að heita ? – Akureyrarkaupstaður gæti fengið nýtt nafn

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi bæjarráðs Akureyrar þann 1. nóvember var rætt um breytingu á heiti Akureyrarkaupstaðar, sem er formlegt heiti bæjarins. Engin ákvörðun var tekin um nafnið, en sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, Höllu Margréti Tryggvadóttur, var falið að vinna tillögu í málinu. Vikudagur greinir frá.

Í samtali við Vikudag segir Halla að formlegt heiti bæjarins sé lítið notað, nema helst í ráðuneytunum og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga:

„Ég tel að margir bæjarbúar átti sig ekki á því að bærinn heiti í raun Akureyrarkaupstaður en ekki Akureyrarbær,“ segir Halla.

Aðspurð hvort ekki liggi beinast við að breyta nafninu í Akureyrarbæ segir hún málið ekki komið á það stig ennþá að ræða nýjar nafnatillögur. Ákveðið verður í hvaða ferli málið fer á bæjarráðsfundi.

Varð kaupstaður 1962

Birtur er kafli bókarinnar Úr sögu Akureyrar eftir Jón Hjaltason sagnfræðing, á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar. Þar segir um tilurð bæjarins og nafnsins:

„Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð. Það var svo 216 árum síðar, eða 1778, sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Akureyri. Aðeins 8 árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá 12 talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862.

Það er viðeigandi tilviljun að nafn Akureyrar er dregið af kornakri sem menn halda fyrir víst að hafi verið í einu gilja bæjarins. (Fleiri skýringar eru til á nafngiftinni en engin álíka skemmtileg og þessi).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins