fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Matar- og kaffitímarnir sem gleymdust – og hin laka framleiðni sem kannski var misskilningur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn gallinn við hagfræði er að hún er yfirleitt ekkert betri en tölurnar sem eru notaðar. Ef þær eru vitlausar er nokkurn veginn öruggt að útkoman er líka vitlaus.

Þannig var til dæmis með Engels gamla. Hann notaði tölur sem áttu að sýna að hagur verkafólks á Englandi færi versnandi og styttist í algjöra örbirgð. En tölurnar voru ekki nógu góðar – raunveruleikinn var öfugur, kjörin voru að batna og lítil von um öreigabyltingu.

Nú er skýrt frá því að öll umræðan um lélega framleiðni á Íslandi sé tómur misskilningur. Hún hefur blossað upp reglulega og stundum verið hálf angistarfull. Virt erlend ráðgjafafyrirtæki eins og McKinsey hafa skoðað íslenska hagkerfið og talið að einn helsti vandinn væri framleiðnin.

En svo heyrir maður allt í einu að þetta sé einmitt ekki svona. Framleiðnin sé bara fín. Málið sé bara að við höfum gleymt að taka tillit til matar- og kaffitíma. Vinnustundirnar séu semsagt færri en reiknað var með og afköstin á hverja klukkustund betri.

Stundum hefur verið sagt að Íslendingar taki langa matar- og kaffitíma. Séu lengi að drífa sig í og úr mat. Teygi seturnar yfir kaffibollanum. Kannski þarf núna að mæla hvernig þetta er í samanburði við önnur lönd? Margar þjóðir taka máltíðir reyndar mun hátíðlegar en Íslendingar. Sums staðar tíðkast jafnvel að drekka vín eða bjór í vinnutíma. Það er að minnsta kosti varla hægt að halda því fram að þær borði ekki eða drekki ekki.

Einu sinni var ég í byggingavinnu sem fólst aðallega í því að sitja inni í vinnuskúr og spila bridge. Sjálfar vinnustundirnar voru fáar en þá var unnið af nokkru kappi – má jafnvel segja að framleiðnin hafi verið nokkuð góð mínus kaffi og hádegismat.Svipað var um opinbera stofnum þar sem ég var eitt sinn sendill.

Vinnan hófst með kaffitíma en svo var annar kaffitími um miðmorgun. Svo var farið í hádegismat, en hafður kaffitími enn einu sinni um þrjúleytið. Svo var lokað klukkan fjögur. En stofnunin kom samt ýmsu í verk. Þetta var meira að segja ein af þeim stofnunum sem borgararnir kvarta hvað mest undan vegna afskiptasemi – flestir hefðu verið fegnir ef kaffi- og matartímarnir hefðu endanlega runnið saman í eitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka