fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Krónan í frjálsu falli og Villi varar við verðbólgu: „Sýnir okkur ruglið sem er í kringum þessa blessuðu verðtryggingu!“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska krónan hefur veikst um 26 prósent gagnvart dollar frá því í apríl. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsfrömuður á Akranesi, vekur máls á því að nú liggi fyrir að veruleg verðbólga sé á næsta leiti:

„Ég get bara alls ekki séð hvernig á að ganga frá kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði þegar það liggur fyrir áður en kjaraviðræður hefjast þá sé veruleg verðbólga á næsta leiti. En núna er dollarinn kominn í 124,19 og Evran í 139,90 og hefur krónan fallið gagnvart dollarnum um 26,19% frá apríl.“

Vilhjálmur blótar verðtryggingunni og uppreiknar hvað lítilsháttar hækkun á neysluvísitölu muni kosta heimilin í landinu:

„Það er morgunljóst að núna verðum við að tryggja að verðtryggðarskuldir heimilanna stökkbreytist ekki aftur eins og gerðist 2008 en þetta fall á krónunni sýnir okkur ruglið sem er í kringum þessa blessuðu verðtryggingu! Ég vil minna okkur öll á að 1% hækkun neysluvísitölunnar kostar heimilin 15 milljarða og 5% ársverðbólga kostar heimilin 75 milljarða! Afnám verðtryggingar er brýnasta hagsmunamál heimilanna!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt