fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Framkvæmdastjóri Sorpu segir bann við plastpokum skipta litlu máli: Umræðan byggð á tilfinningum en ekki staðreyndum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur verið undanfarið vegna plastmengunar í hafinu. Hefur Evrópusambandið gefið út að allar plastumbúðir verði gerðar úr endurvinnanlegu efni fyrir árið 2030. Plastagnir geta borist í líkama fólks með fiskáti og eru flestir sammála um að lífríki hafsins sé í bráðri hættu vegna plastmengunar.

En bann við plasti er ekki endilega besta leiðin til að minnka mengun. Þetta sagði Björn Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu, í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann sagði að plastpokar séu aðeins um 0,6 prósent af því rusli sem urðað er hér á landi. Þá sagði Björn að athyglin og vægið sem plastpokar fái hér á landi varðandi mengun, sé mögulega frekar byggt á tilfinningum en staðreyndum.

Verslanir Bónus hættu nýverið notkun plastpoka í verslunum sínum. Björn segir slíkar aðgerðir byggjast að mörgu leyti á misskilningi og ef til vill ekki alltaf á staðreyndum. Hann segir að mengun vegna plastpoka verði að skoða í víðara samhengi, ekki aðeins útfrá útblæstri, heldur einnig áhrifa á ósonlagið, eiturefnaáhrifa á mannfólk, jónageislun, ryk í lofti, súrnun jarðvegs, efnamengun og fleira:

„Ef þú tekur þetta allt saman saman og notar það sem mælikvarða, ekki bara útblástur, þá kemur í ljós að ef þú ert með poka úr lífrænni ræktun á bómull þá þarftu að nota hann tuttugu þúsund sinnum til þess að jafna mengunina á við einn plastpoka. Ef þú notar venjulegan fjölnotapoka úr bómul, það er að segja venjulega ræktun, þá þarftu að nota hann 7100 sinnum. En ef þú horfir bara á útblástur og áhrif á veðurfarsbreytingar þá þarftu að nota þennan lífrænt ræktaða 149 sinnum. En þá ertu ekki að taka tillit til allra hinna mengunarþáttanna.“

Mesta mengunin frá kemur frá átta ám

Björn sagði að plastpokar séu ekki vandamál á Íslandi, séu þeir rétt notaðir:

„En í öðrum löndum er þetta verulegt vandamál. Tveir milljarðar manna hafa enga þjónustu hvað varðar úrgang. Þrír milljarðar hafa ekki aðgang að þjónustu sem er ásættanleg. Og þegar talað er um plast í hafinu þá er bara staðreynd að á bilinu 80-95% af öllu plasti í hafinu kemur úr átta ám, frá Afríku og Asíu. Þar er stórt vandamál. Þegar íbúar þar kaupa einnota umbúðir fara þær ekki í ruslið. Það er stóra vandamálið. Hér í Evrópu er mengun í hafi vegna plasts ekki vegna þess að menn standi í fjöru og helli plasti í hafið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka