fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 08:45

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og formaður FFR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til skoðunar er hjá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna lokaákvörðunar kjararáðs, en þá fengu 48 forstjórar launahækkun, sem mörgum þeirra fannst ekki vera nægilega há sem og það skorti rökstuðning fyrir hækkunum. Þá fengu ekki allir forstjórar svar við erindum sínum.

Gissur Pétursson, formaður FFR, segir við Fréttablaðið í dag að mikillar óánægju gæti meðal félagsmanna með þetta, en félagsfundur fór fram í síðustu viku þar sem málið var rætt:

„Það er spurning hvort umboðsmaður Alþingis geti yfirhöfuð tekið á málinu þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Það eru ýmsir fletir á þessu sem eru óþægilega óskýrir. Í hópi okkar eru margir löglærðir menn sem vilja hafa hlutina klára og kvitta og geta illa sætt sig við að það sé gengið frá þessu máli svona eins og var gert,“

segir Gissur við Fréttablaðið.

Ekki liggur ljóst fyrir hversu margir fengu ekki erindi sínu svarað hjá kjararáði en það ku vera „drjúgur“ hópur samkvæmt Gissuri. Kemur til greina að einn forstöðumaður höfði mál, með stuðningi FFR, til að fá úr því skorið.

„Það eru forstöðumenn sem sjá ekki aðra leið færa en að fara með málið til dómstóla. Það er mikið vafamál hvort þessi málsmeðferð sé í takti við málsmeðferðarreglur stjórnsýslunnar og mögulega voru þær brotnar,“

segir Gissur.

 

Sjá einnigForstjórar ósáttir við kjararáð og heimta meiri hækkun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka