fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur föstum skotum á Styrmi Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, fyrir ádeilu þess síðarnefnda á ákvarðanir kjararáðs er laun þingmanna og ráðherra voru hækkuð verulega

Styrmir sagði í viðtali á Útvarpi Sögu fyrir skömmu að stjórnvöld væru ekki meðvituð um það sem væri að gerast í samfélaginu og sagði hann það vera lykilatriði til tryggja frið á vinnumarkaði að bakkað yrði með þessar ákvarðanir kjararáðs.

En samkvæmt upplýsingum Brynjars er Styrmir sjálfur fyrrverandi ofurlaunamaður. Hann skrifar:

Fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins fer gjarnan hörðum orðum um sjálfstökuliðið í launum, ekki síst þingmenn. Hamrar hann stöðugt á hækkun þingfararkaups og heldur því fram að þingmenn hafi hækkað umfram aðra. Neitar hann í þeim samanburði og horfa til þess að þingmenn lækkuðu um 15% 2009, frystingu launa þeirra næstu ár á eftir og ekki vill hann heldur taka tillit til lækkunar starfskostnaðar þegar stóra hækkunin kom 2016. Gott og vel, mönnum má finnast þingfarakaup upp á 1.1 milljón alltof há laun og sjálfstaka.

 Því er fróðlegt að líta á gömul tekjublöð um tekjur fyrrum ritstjórans, t.d. þegar hann var upp á sitt besta á árinu 1997. Þá var hann með á mánuði rúmar 1.3 milljónir. Sæti hann enn í þeim stól og launin fylgt launavísitölu væri hann með tæpar 5.3 milljónir á mánuði í dag. Og ef við miðum við neysluverðsvísitölu væri hann ekki með nema um 3.3 milljónir á mánuði. Mér skilst að íslenskt samfélag hafi ekki verið eins rotið og spillt í þá daga og áhrifamenn í miklu meiri tengslum við almúgann en nú er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka