fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vopnfirðingar vilja ekki sameinast – Afstaða meirihlutans sögð „speglast af þröngsýni og einangrunarhyggju“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 12. nóvember 2018 12:40

Vopnafjörður Mynd/ Mats Wibe Lund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert verður af sameiningu Vopnafjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Borgarfjarðarhrepps og Djúpavogshrepps, eftir að meirihluti hreppsnefndar Vopnafjarðarhrepps felldi tillögu minnihlutans þess efnis á síðasta fundi. Frá þessu er greint í Austurfrétt.

Vísað er í íbúakönnun sem gerð var um málið, en þar lýstu 59% Vopnfirðinga yfir andstöðu sinni við slíkri sameiningu.

Samstarf hefur verið milli sveitarfélaganna um brunavarnir og félagsþjónustu og síðasta vetur fóru í gang viðræður um frekara samstarf á þeim grundvelli. Minnihlutinn nefndi í rökstuðningi að sameining væri rétt skref, í ljósi orða Sigurðar Inga Jóhannessonar, ráðherra sveitarstjórnamála, um að innan 4-8 ára kynnu sveitarfélög með færri en 1000 íbúa að verasameinuð með lögum.

Þröngsýni og einangrunarhyggja

Fulltrúar minnihlutans lýstu yfir vonbrigðum sínum með afgreiðslu meirihlutans og létu bóka eftirfarandi:

„Samfylkingin gagnrýnir harðlega afstöðu meirihlutans; afstöðu sem speglast af þröngsýni og einangrunarhyggju. Ákvörðun meirihlutans eru vonbrigði en vilji Samfylkingarinnar til sameiningarviðræðna er skýr.“

Í hreppsnefnd eru sjö manns, þrír frá Framsókn og óháðum, tveir frá Betra Sigtúni og tveir frá Samfylkingu. Meirihlutann mynda Framsókn og óháðir og Betra Sigtún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn