fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Landsbankinn og Hagstofan segja aðra sögu en Samtök atvinnulífsins um fjölgun uppsagna

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 12. nóvember 2018 15:59

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdarstjóri SA. Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins segja frá því á vef sínum þann 10. nóvember að uppsögnum fari fjölgandi. Er vísað í niðurstöðu könnunar Maskínu sem gerð var fyrir SA. Þar kemur fram að aðildarfyrirtæki SA hafi sagt upp 3100 starfsmönnum síðustu 90 daga, en könnunin var gerð í lok október. Alls 612 fyrirtæki tóku þátt í könnuninni. Þar kemur einnig fram að áætlað sé hjá aðildarfyrirtækjum SA að segja upp 2800 manns til viðbótar næstu 90 daga eftir gerð könnunarinnar, þar af 1000 manns næstu 30 daga.

Alls 25 prósent þeirra fyrirtækja sem taka þátt í könnuninni meta það sem svo að uppsagnirnar í ár séu fleiri en á sama tíma í fyrra. Tíu prósent telja að þær séu færri, en flest fyrirtækin telja þó að uppsagnir séu svipað margar í ár og árið 2017, eða 65 prósent. Eru meginniðurstöður könnunarinnar sagðar vera þær, að uppsagnir hafi verið miklar undanfarna mánuði og sú þróun haldi áfram, auk þess að vera „mun fleiri“ en fyrir ári síðan.

Þess má geta að 612 fyrirtæki af 1700 tóku þátt í könnun Maskínu, sem gerir 36 prósent svarhlutfall.

Fá merki um breytingar á vinnumarkaði

Samkvæmt samantekt hagfræðideildar Landsbankans frá því í dag eru fá merki um slökun á vinnumarkaði. Er vísað í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, sem segir atvinnuþátttöku 80,8 prósent hér á landi það sem af er árinu.

„Spenna á vinnumarkaðnum er því ekki að minnka miðað við þessar tölur og þær eru í ágætu samræmi við þær hagvaxtartölur sem Hagstofan hefur birt á árinu. Töluverður kraftur virðist því enn fyrir hendi á vinnumarkaðnum,“

segir í samantekt Landsbankans.

Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands var meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða, 2,8 prósent í september, eða jafn mikið og á sama tíma í fyrra. Sama gildir um tölur Vinnumálastofnunar. Í september í fyrra mældist atvinnuleysi 2,2 prósent, sem er sama tala og mældist í september 2018.

Landsbankinn greinir frá því að í haust vildu 4% fleiri fyrirtæki fjölga starfsfólki en fækka því samkvæmt könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Þetta er sögð lítil breyting frá síðustu tveimur könnunum. Samkvæmt könnuninni má ætla að starfsfólki muni fjölga áfram í iðnaði og framleiðslu, sem og í verslun.

„Mikil eftirspurn eftir starfsfólki og áframhaldandi tilflutningur erlends vinnuafls eru vísbendingar um að staða launafólks á vinnumarkaðnum sé enn nokkuð sterk,“

segir Landsbankinn.

Og einnig:

„Fá merki eru um að staðan á vinnumarkaðnum mundi breytast mikið á næstu mánuðum þannig að vinna við kjarasamninga mun fara fram í vinnumarkaðsumhverfi sem er í þokkalegu jafnvægi og í sterkri stöðu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“