fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Katrín krefur Seðlabankann um svör í máli Samherja

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 12. nóvember 2018 14:45

Katrín og Gylfi Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sent Gylfa Magnússyni, formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands, bréf þar sem krafist er greinargerðar frá bankaráðinu um Samherjamálið.

Í bréfinu er sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um „hvað lá að baki ákvörðun Seðlabanka Íslands um að endurupptaka málið sem tilkynnt var Samherja hf. 30 mars 2016.“

Þá óskar Katrín einnig eftir útlistun á því hvort og þá með hvaða hætti bankinn hyggist bregðast við dómi Hæstaréttar og hvort niðurstaðan kalli eftir úrbótum á stjórnsýslu bankans og með hvaða hætti þær yrðu.

Að lokum sér forsætisráðherra tilefni til þess að minna Gylfa á, að lög um Seðlabanka Íslands séu nú til heildarendurskoðunar í ráðuneytinu, og stefnt sé á framlagningu frumvarps til nýrra heildarlaga um bankann á vormánuðum.

Hefur Gylfi frest til 7. desember til að svara Katrínu.

Sem kunnugt er hefur Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, kallað eftir því að Már Guðmundsson Seðlabankastjóri fari í fangelsi vegna málsins. Þá hefur Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, kallað eftir því að Katrín víki Má Buðmundssyni úr starfi vegna þessa.

Sjá nánarJón Steinar kallar eftir brottvikningu Seðlabankastjóra – Segir afstöðu forsætisráðherra „spillingu sem ríkir á Íslandi við meðferð opinbers valds“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus