fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Jón Steinar kallar eftir brottvikningu Seðlabankastjóra – Segir afstöðu forsætisráðherra „spillingu sem ríkir á Íslandi við meðferð opinbers valds“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 12. nóvember 2018 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður, kallar eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, víki Má Guðmundssyni Seðlabankastjóra úr starfi vegna dóms Hæstaréttar í máli Samherja, þar sem stjórnvaldssekt bankans var felld úr gildi, upp á 15 milljónir.

Þetta kemur fram í pistli hans á Eyjunni.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lét hafa eftir sér að Seðlabankastjóri hlyti að vera á leiðinni í fangelsi. Jón Steinar segir hinsvegar að þetta sé dæmi um mál þar sem handhafi opinbers valds misbeiti valdi sínu til tjóns fyrir starfandi atvinnufyrirtæki:

„Brot bankans er gróft þó að ekki væri fyrir annað hann hefur ekki viljað sjá að sér þó að hann hafi fengið skýr og alvöruþrungin tilefni til þess á leiðinni.“

Már hljóti að víkja

Jón Steinar er ekki í vafa um hver beri ábyrgð á málinu:

„Hér á ekki að þurfa um að binda. Seðlabankastjórinn ber ábyrgð á þessari aðför bankans. Hann tók reyndar sjálfur beinan þátt í henni, svo sem fram hefur komið reglulega í fjölmiðlum, meðan á þessu hefur staðið. Það ætti að vera augljóst að bæði hann og aðrir embættismenn við bankann, sem tóku þátt í þessu, hljóta að víkja. Það fylgir því mikil ábyrgð að stjórna opinberum stofnunum sem fengnar eru heimildir til að beita borgara valdi þeim til tjóns. Þegar svo hrapallega tekst til sem hér er raunin hljóta þeir sem ábyrgð bera á aðför stofnunar að gjalda fyrir með starfi sínu. Um það ætti ekki að þurfa neinar málalengingar.“

Afstaða Katrínar jafngildi spillingu ?

Jón Steinar dregur ekkert undan í gagnrýni sinni á forsætisráðherra:

„En þá birtist í fjölmiðlum forsætisráðherra þjóðarinnar, en samkvæmt lögum skipar sá ráðherra bankastjórann til starfa og ætti því að víkja honum úr starfi vilji hann ekki víkja sjálfur. Dómurinn hefur ekki áhrif á stöðu seðlabankastjóra segir ráðherrann! Hér birtist okkur hin íslenska leið. Engu máli skiptir þó að opinberir starfsmenn misfari með vald sitt og valdi borgurum að ólögum bæði fjárhagslegu og persónulegu tjóni. Þeir skulu enga ábyrgð bera á athöfnum sínum. Kannski við ættum að biðja stjórnmálamenn, sem taka svona afstöðu, að hlífa okkur í framtíðinni við orðagjálfri um ábyrga og vandaða stjórnsýslu? Þeir sem þannig tala reglulega eru ekki síður en hinir botnsokknir í þá spillingu sem ríkir á Íslandi við meðferð opinbers valds.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn