fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Hinn stanslausi og sjálfvirki vöxtur Alþingis

Egill Helgason
Mánudaginn 12. nóvember 2018 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem atvinnumennskan hefur aukist í pólitíkinni hefur þingið orðið sífellt frekara til kostanna. Maður hefur til dæmis haft á tilfinningunni að þingforsetar hafi hin síðari ár litið á sig sem forstjóra fyrirtækis sem þarf sífellt að vaxa og auka umsvif sín.

Um það eru hvorki skráðar eða óskráðar reglur á Alþingi – það er meira eins og þetta sé orðið að hefð.

Alþingi er nú í húsnæði sem teygir sig yfir mestalla kvosina, það er við Austurvöll, í Vonarstræti, Austurstræti, Aðalstræti, í Kirkjustræti og víðar. Um tíma var þingið orðið svo frekt til kostanna að einn forseti þess lét eins og hann hefði skipulagsvald í Miðbænum.

Nú eru uppi áform um að reisa sex þúsund fermetra byggingu fyrir þingið milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis. Í fyrra voru kynntar kostnaðaráætlanir vegna byggingarinnar sem hljóðuðu upp á 3 milljarða króna – sjá mynd hér að ofan.

Kjör alþingismanna eru nú miklu betri en þau hafa verið um langt skeið. Einn þingmaður sagði hreinskilnislega í Silfrinu í gær að það hefði verið fínt fyrir þingmenn að undirgangast svokallað Salek-samkomulag – hefði hentað þeim vel að launin hækkuðu jafnt og þétt frá þeim stað þar sem þau eru nú. Það horfði hins vegar öðruvísi við gagnvart láglaunafólki.

Svo er það skrifstofuhaldið hjá þinginu sem hefur vaxið gríðarlega – og það er líklega ekki síst þess vegna að þarf allt þetta húsnæði. Auðvitað þurfa þingmenn að hafa aðgang að góðum upplýsingum og ráðgjöf – en máski  væri betra ef þess sæu meiri merkí starfi þeirra, umræðum og lagasetningu. Við búum enn við skelfilegt ráðherraræði á Íslandi – það er orðið svo inngróið að menn eru eiginlega hættir að nenna að kvarta yfir því.

En það er ekkert sjálfsagt við að þingið skuli stöðugt þenja út starfsemi sína, nánast eins og á sjálfstýringu. Nú les maður til dæmis í fréttum að fyrirhugað sé að fjölga aðstoðarmönnum flokkanna í þinginu um 17. Um þetta sé samstaða meðal þingflokkanna, það sé einungis deilt um hvernig aðstoðarmönnunum verði skipt niður. Fjárheimildir til Alþingis hafa verið auknar sem þessu nemur.

Nú má vel vera að þessir aðstoðarmenn geti nýst ágætlega. Þó fer ekki hjá því að maður hafi á tilfinningunni að þarna eygi menn líka von um að koma fleiri flokksmönnum á launaskrá. Þingmenn sjálfir kvarta varla mikið yfir þessu –  en aðrir hjóta að gera það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn