fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Hildur segir Gylfa „skauta framhjá“ umræðunni um arðgreiðslur OR: „Einn þeirra sem tók ákvörðunina á sínum tíma“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 12. nóvember 2018 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þá ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að taka lán fyrir arðgreiðslum sínum, sakaði Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR, hana um einbeittan vilja til útúrsnúninga.

Sjá nánar: Stjórnarformaður OR réttlætir lántöku til arðgreiðslu:„Kveðið á um að reksturinn skuli skila eigendum arði“

Gylfi í varnarstöðu

Hildur bregst við þessum ásökunum Gylfa, í dag:

„Fyrir helgi gagnrýndi ég arðgreiðslur Orkuveitunnar til Reykjavíkurborgar vegna rekstrarársins 2016. Meirihluti stjórnar samþykkti greiðslu 750 milljóna króna arðs jafnvel þó arðgreiðsluskilyrði væru ekki uppfyllt. Í aðdragandanum voru slegin lán til að fjármagna veisluna. Þarna misnotaði pólitíkin Orkuveituna sem tekjutusku fyrir óskilgreind verkefni borgarstjóra.

Gylfi Magnússon steig á stokk og sakaði mig um ásetning til útúrsnúninga. Ævintýralegustu útúrsnúningarnir voru þó hans slaufukennda tölfræði og sérbökuðu staðreyndir. Hann skautaði algjörlega framhjá umræðuefninu – arðgreiðslum sem ekki uppfylltu tilsett skilyrði. Hann var auðvitað í varnarstöðu. Hann er einn þeirra sem tók ákvörðunina á sínum tíma.“

Dulbúin skattheimta

Hildur viðurkennir að arðgreiðslur til eigenda séu sjálfsagðar í góðu árferði í hefðbundnum fyrirtækjarekstri:

„Orkuveitan er þó annars eðlis – hún er orkufyrirtæki í almannaeigu. Hún er fjármögnuð af borgarbúum. Kjarnahlutverk hennar er að veita góða þjónustu á hagstæðu verði. Ég legg til að horfið verði frá arðgreiðsluáformum og þjónustugjöld lækkuð til samræmis. Óþarflega háar gjaldskrár eru ekkert annað en dulbúin skattheimta á borgarbúa.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega