fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

237 milljarðar í eigu 229 fjölskyldna á Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 12. nóvember 2018 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um tekjur landsmanna árið 2017 og skiptingu þeirra eftir skattframtölum einstaklinga og fjölskyldna, kemur í ljós að tæpir 237 milljarðar króna eru í eigu 0,1 prósents landsmanna, eða 229 fjölskyldna. Hlutfall eigin fjár þessa hóps af eigin fé allra landsmanna er 6 prósent. Einnig eru birtar sambærilegar tölur frá 1997 -2016.

Í svarinu kemur fram að á árinu 2017 voru um 230 þúsund fjölskyldur í gögnum ríkisskattstjóra. Miðað er við alla framteljendur, óháð aldri, tekjum eða eignum. Þar af er tekjuhæsti 5%-hópurinn námundaður við 11.450 fjölskyldur, 1-% hópurinn við 2.290 fjölskyldur og 0,1%-hópurinn 229 fjölskyldur. Hlutabréf eru talin á nafnvirði í þessum gögnum og fasteignir eru taldar á fasteignamatsverði.

Eigið fé þeirra 5% landsmanna sem mestar eignir áttu við lok árs 2017 samkvæmt skattframtölum var 1.646,7 milljarðar kr. og hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna var 42%. Eigið fé þess 1% landsmanna sem mestar eignir áttu við lok árs 2017 var 718,6 milljarðar kr. og hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna var 18,3%. Eigið fé þess 0,1% landsmanna sem mest áttu við lok árs 2017 var 236,6 milljarðar kr. og hlutfall eigin fjár þeirra af eigin fé allra landsmanna var 6%.

Heildareignir

Heildareignir þeirra 5% landsmanna sem mestar eignir áttu við lok árs 2017 samkvæmt skattframtölum voru 1.852 milljarðar kr. og hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna var 32%. Heildareignir þess 1% landsmanna sem mestar eignir áttu við lok árs 2017 voru 758,6 milljarðar kr. og hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna var 13,1%. Heildareignir þess 0,1% landsmanna sem mestar eignir áttu við lok árs 2017 voru 241,4 milljarðar kr. og hlutfall heildareigna þeirra af heildareignum allra landsmanna var 4,2%.“

Heildartekjur ásamt fjármagnstekjum

Heildartekjur með fjármagnstekjum samkvæmt skattframtölum hjá tekjuhæstu 5% landsmanna voru 397,2 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2017 var 22,6%. Heildartekjur með fjármagnstekjum hjá tekjuhæsta 1% landsmanna voru 165,3 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2017 var 9,4%. Heildartekjur með fjármagnstekjum hjá tekjuhæsta 0,1% landsmanna voru 63,7 milljarðar kr. og hlutfall tekna þeirra af tekjum allra landsmanna árið 2017 var 3,6%. Sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2016 er að finna í töflu 3.

Heildartekjur án fjármagnstekna

Heildartekjur án fjármagnstekna hjá tekjuhæstu 5% landsmanna voru 298,7 milljarðar kr. árið 2017 og hlutfall þeirra af tekjum allra landsmanna (án fjármagnstekna) var 18,7%. Heildartekjur án fjármagnstekna hjá tekjuhæsta 1% landsmanna voru 91,7 milljarðar kr. og hlutfall þeirra af tekjum allra landsmanna (án fjármagnstekna) var 5,7%. Heildartekjur án fjármagnstekna hjá tekjuhæsta 0,1% landsmanna voru 18,8 milljarðar kr. og hlutfall þeirra af tekjum allra landsmanna (án fjármagnstekna) var 1,2%. Sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2016 er að finna í töflu 4.

Tekjuhæstu 10% landsmanna samkvæmt skattframtölum áttu í lok árs 2017 samanlagt 36,7% af eigin fé allra landsmanna og 34% af heildareign allra landsmanna. Tekjuhæstu 5% landsmanna árið 2017 áttu við lok árs 2017 samanlagt 24,9% af eigin fé allra landsmanna og 21,6% af heildareign allra landsmanna. Tekjuhæsta 1% landsmanna árið 2017 átti við lok árs 2017 samanlagt 10,7% af eigin fé allra landsmanna og 8,2% af heildareign allra landsmanna. Tekjuhæsta 0,1% landsmanna árið 2017 átti við lok árs 2017 samanlagt 3,4% af eigin fé allra landsmanna og 2,4% af eigin fé allra landsmanna. Sambærilegar tölur fyrir árin 1997–2016 er að finna í töflu 5.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega