fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Svindlið kringum Manchester City – væri réttast að senda liðið niður í fjórðu deild (í dag held ég aldrei þessu vant með United)

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag mætast tvö stærstu liðin í enska fótboltanum, Manchester United og Manchester City. Ég tek fram að ég held með hvorugu þessu liða, þætti eiginlega best að þau töpuðu bæði.

Við lifum á tima gríðarlegrar hnattvæðingar. Við eyðum tíma okkar á amerískum vefsíðum, við horfum látlaust á amerískt sjónvarp, maturinn er austurlenskur eða ítalskur. Við tölum þó ennþá íslensku, en flest hið þjóðlega er að hverfa.

Í fótboltanum höfum við miklu meiri áhuga á þvi hvernig stóru ensku liðunum reiðir af en hvernig KR, Val eða ÍA gengur á Íslandsmótinu. Rétturinn til að sýna ensku knattspyrnuna hér er sýndur fyrir óheyrilegar fjárhæðir miðað við höfðatölu.

Eins og ég hef bent á oft áður eru ensku liðin ekkert annað en fyrirtæki. Sum þeirra eru reyndar eins og undirdeildir í miklu stærri fyrirtækjasamsteypum. Það er í raun frekar skrítið að halda með fyrirtæki – maður heldur til dæmis varla með McDonalds, Coca Cola eða Ford.

En aftur að leiknum í dag. Það hafa verið settar vissar reglur í fótboltanum um fjármál félaganna. Aðstöðumunur þeirra er náttúrlega ótrúlegur. Það er ljóst að sömu ríku félögin vinna eiginlega alltaf. En samt er reynt að setja vissan heimil þar á – sem felst meðal annars í því að eigendur félaganna mega ekki dæla endalausum peningum í þau.

Þessar reglur eru náttúrlega brotnar, en afhjúpanir Der Spiegel sýna að það hefur verið gert á einstaklega grófan hátt Manchester City og Paris St. Germain. Þau eru í eigu olíufursta, það fyrra frá Abu Dhabi, hið siðara frá Katar.. Sagt er að hann geti einfaldlega skrúfað aðeins meira frá kranananum þegar félögin vantar meiri peninga og dýrari leikmenn.

Þetta virkar náttúrlega mjög vel. Manchester City vann ensku deildina með yfirburðum í fyrra og nær öruggt er að það verði eins á þessu ári. Manni sýnist að ekkert lið geti keppt við þetta. Þess vegna held ég með Manchester United í dag – sem ég geri eiginlega aldrei.

Svo er hitt, að auðvitað ætti að refsa Manchester City og eigendum þess fyrir þetta. Það mætti til dæmis gera með því að dæma liðið til að falla niður um deild eða deildir. Það var til dæmis gert á Ítalíu þegar komst upp um mikil fjársvik hjá Juventus. Juventus var þá sent niður í aðra deild í ítalska boltanum. Miðað við frásagnirnar í Spiegel væri réttast að senda Manchester City niður í fjórðu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG