fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Eyjan

Hræsnin kringum minningu fyrri heimsstyrjaldarinnar – hin lögverndaða slátrun

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 22:39

Það er verið að rifja upp endalok fyrri heimsstyrjaldarinnar – þau voru fyrir 100 árum. 2009 dó síðasti hermaðurinn sem barðist í fyrra stríði, svo vitað var.

Hann hét Harry Patch. Hann var 111 ára þegar hann andaðist Eftir Patch var haft eftirfarandi:

„Mér fannst þá, og mér finnst enn, að hefði átt að láta stjórnmálamennina sem fóru með okkur út í þetta stríð hafa byssurnar og þá hefðu þeir getað gert út um málin sjálfir í staðinn fyrir að skipuleggja það sem var ekki annað en lögverndað fjöldamorð.“

Minning fyrri heimsstyrjaldarinnar hefur alltaf verið umvafin hræsni. Götur eru nefndar eftir stjórnmálamönnunum og generálunum sem öttu þjóðunum út í þetta stríð, það eru reistar styttur af þeim sem sendu þúsundir og milljónir ungra manna út í hrylling skotgrafanna, opinn dauða, örkuml og sálarmein sem aldrei greru.

Flesta þessa menn hefði átt að draga fyrir dómstóla, loka inni, jafnvel henda lyklinum. Í staðinn hafa sumir nánast þjóðhetjustöðu. Það er reyndar merkilegt að skáldið Stephan G. Stephansson notaði svipað orðalag og Harry Patch. Hann talaði um „lögverndaða slátrun“.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Brynjar um sendiherradraum Gunnars Braga: „Hann er búinn að sækjast eftir þessu mjög lengi“

Brynjar um sendiherradraum Gunnars Braga: „Hann er búinn að sækjast eftir þessu mjög lengi“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Össur argur út í stjórnvöld: „Þetta er náttúrulega skandall!“

Össur argur út í stjórnvöld: „Þetta er náttúrulega skandall!“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum
Frestur liðinn
Eyjan
Í gær

Gríðarlegar framkvæmdir ráðgerðar við nýjar stjórnarráðsbyggingar – úrslit hönnunarsamkeppni

Gríðarlegar framkvæmdir ráðgerðar við nýjar stjórnarráðsbyggingar – úrslit hönnunarsamkeppni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ögmundur efast um að leyniupptakan hafi átt erindi í fjölmiðla – „Engum hefur þetta gert gott“

Ögmundur efast um að leyniupptakan hafi átt erindi í fjölmiðla – „Engum hefur þetta gert gott“