fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Kolbrún segir Dag afgreiða stórmál sem minniháttar upphlaup

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 10. nóvember 2018 14:09

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, er afar gagnrýnin á viðtal Dags Eggertssonar borgarstjóra í Mannlíf nýverið. Í viðtalinu virðist Dagur afgreiða gagnrýni á borgarstjórnarmeirihlutann sem upphlaup. Dagur segir í viðtalinu: „Mér finnst vondur bragur á upphlaupum út af stóru og smáu. Það er nánast sama hvað er, það eru notuð alveg gríðarlega stór orð.“

Kolbrún sendi DV stutta yfirlýsingu vegna þessara ummæla:

„Upphlaup út af stóru og smáu,“ segir Dagur borgarstjóri í viðtali við Mannlíf, þegar minnihlutinn er að reyna að vinna sína vinnu. Hann ætti að prófa að vera hinum megin við borðið. Þaðan er útsýnið bara oft all-svakalegt. Hvert stórmálið hefur rekið annað frá vori sem einkennast af mistökum, andvaraleysi, broti á jafnréttislögum, dómur sem kostar borgina um 5 milljónir, framúrkeyrsla braggans og Mathallarinnar, OR vandamálið svo ég nefni nú nokkur. Sæti Dagur í minnihlutanum og væri að horfa á það sama og við myndi hann þá bara halla sér aftur og lygna aftur augunum? Ef hann gerði það myndi hann sennilega ekki afla sér mikilla vinsælda þeirra sem treystu á hann og gáfu honum atkvæði sitt í kosningunum í vor. Eigum við svo ekki að rifja aðeins upp ástandið t.d. í húsnæðismálum borgarinnar sem er uppsafnaður vandi því ekki hefur verið nægjanlega byggt í mörg ár. Eða 784 börn sem búa undir fátæktarmörkum og fleira mætti telja til eins og biðlista barna eftir þjónustu á vegum borgarinnar nánast hvert sem litið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki